YFIR Í RAFMAGNIÐ MEÐ LAND ROVER

YFIR Í RAFMAGNIÐ MEÐ LAND ROVER

ENDURHÖNNUN Á GOÐSAGNAKENNDRI AKSTURSGETU OG LÚXUS

Í yfir 70 ár hefur Land Rover reynt á mörk hins mögulega.

Í dag eru mögnuðustu og flottustu SUV-bílar heims knúnir raforku sem gerir þá sjálfbærari, viðbragðsfljótari og fágaðri en nokkru sinni fyrr.

NÝR LAND ROVER ELECTRIC

nýr Land Rover Electric

Hér mætast nákvæmni, handverk og hefðbundinn Range Rover-lúxus. Útkoman er nánast hljóðlaus og alrafknúin aflrás, enginn útblástur úr púströri og aðgangur að hraðvirkustu hleðslustöðvum sem eru aðgengilegar almenningi.
RAFKNÚINN AKSTUR

RAFKNÚINN AKSTUR

Enginn útblástur fylgir akstri rafbíla. Nýja úrvalið okkar af tengiltvinnbílum (PHEV) er hannað til að draga úr útblæstri með alrafknúinni (EV) og blandaðri akstursstillingu.
FRAMÚRSKARANDI FÁGUN

FRAMÚRSKARANDI FÁGUN

Rómuð akstursgeta Land Rover-bíla í bland við nánast hljóðlausan akstur rafmagns hybrid og hybrid-bíla með samhliða kerfi býður upp á einstaka akstursupplifun.

LAND ROVER ELECTRIC OG BLENNINGAFL

ELECTRIC

ELECTRIC

Rafknúin ökutæki eru knúin með rafmótor og rafhlöðu. Í stað þess að fylla á tankinn á bensínstöð er hægt að hlaða bílinn með heimilishleðslutæki. Þegar þú ert á ferð og flugi geturðu nýtt þér hraðhleðslu á hleðslustöð. Með því að aka á rafmagni dregurðu úr kolefnisútblæstri og minnkar kolefnissporið þitt.
TENGILTVINNBÍLL RAFMAGNS HYBRID (PHEV)

TENGILTVINNBÍLL RAFMAGNS HYBRID (PHEV)

Rafmótor og rafhlaða með stuðningi vélar þegar með þarf. Farðu flestar styttri ferðir á rafmagninu einu saman án nokkurs útblásturs. Á lengri leiðum er hægt að reiða sig á bæði rafhlöðuna og eldsneytið til að vera viss um að ferðin gangi snurðulaust. Það er auðvelt að hlaða rafhlöðuna, bæði heima við og á áfangastað.
HYBRID-BÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI (MHEV)

HYBRID-BÍLL MEÐ SAMHLIÐA KERFI (MHEV)

Land Rover-bílar með samhliða kerfi auka sparneytni bensín- og dísilvéla með því að endurnýta orku sem safnað er við hraðaminnkun og hemlun. Þeir eru ekki með rafknúna vél og geta því ekki keyrt eingöngu á rafmagni. Ekki þarf að hlaða þá.

RAFKNÚINN AKSTUR

HLEÐSLA HEIMA EÐA AÐ HEIMAN

HLEÐSLA HEIMA EÐA AÐ HEIMAN

Heimahleðslustöð er þægilegasta og ódýrasta leiðin til að hefja hvern dag með fullhlaðinn bíl. Á ferðinni er kjörið að fylla á rafmagnið á næstu hleðslustöð.
AKSTURSGETA Á VEGUM OG Í TORFÆRUM

AKSTURSGETA Á VEGUM OG Í TORFÆRUM

Þegar þú kannar ótroðnar slóðir uppgötvarðu tafarlaust afl raforkunnar sem ræður leikandi létt við krefjandi aðstæður. Hæð frá jörðu er mikil og getan til aksturs í vatni1 góð svo krefjandi aðstæður eru engin fyrirstaða.
RAFBÍLASPARNAÐUR

RAFBÍLASPARNAÐUR

Land Rover rafmagns hybrid-bílar eru undanþegnir umferðargjöldum og þeim fylgja lægri rekstrarkostnaður og skattaaflslættir sem hjálpa þér að spara peninga árið um kring.
NÝTT TÍMABIL ER AÐ HEFJAST

NÝTT TÍMABIL ER AÐ HEFJAST

Við viljum skapa heim sem öll geta notið. Framtíð lúxusjeppanna okkar er rafknúin, án útblásturs um púströr.

RAFKNÚNIR BÍLAR FRÁ LAND ROVER

Kynntu þér úrval tengiltvinnbíla rafmagns hybrid (PHEV) og hybrid-bíla með samhliða kerfi (MHEV) sem endurspegla nútímalegar áherslur Land Rover hvað varðar akstursgetu og lúxus.

Parked Range Rover charging at the phev station point

Kynntu þér framboð okkar af bílgerðum á þínu markaðssvæði.