AKSTURSGETA
BREKKUAÐSTOÐ

Þessi eiginleiki auðveldar ökumanni að taka af stað í brekku með því að halda hemlun nógu lengi til að ökumaðurinn hafi tíma til að færa fótinn af hemlafótstiginu á inngjöfina. Þannig er komið í veg fyrir að bíllinn renni af stað og dregið úr álagi á ökumann. Brekkuaðstoðin er sjálfvirk og ekki þarf að virkja hana.

ATPC-HRAÐASTILLIR

Hraðastillirinn vinnur á mjög lágum hraða, á milli 1,8 og 30 km/klst., og gerir ökumanni kleift að viðhalda stöðugum hraða við erfið akstursskilyrði til að viðkomandi geti einbeitt sér að stýrinu og leiðinni framundan. Hraðastillirinn tryggir einnig að hægt sé að taka mjúklega af stað, líka á mjög hálu yfirborði eins og ís, snjó eða blautu grasi.

HALLASTÝRING

Einkaleyfisvarin hallastýring Land Rover er staðalbúnaður í öllum fjórhjóladrifnum Land Rover-bílum. Hún auðveldar ökumanni að aka örugglega niður erfiðan halla með því að viðhalda stöðugum hraða og beita hemlum sjálfstætt á hvert hjól. Kerfið hægir sjálfkrafa á bílnum og viðheldur hraða í samræmi við valið gírsvið og stöðu inngjafarfótstigs.

STÖÐUGLEIKASTÝRING EFTIRVAGNS

Stöðugleikastýring eftirvagns nýtir gögn frá stöðugleikaskynjurum bílsins til að greina ójafnvægi sem stafar af óstöðugum eftirvagni. Kerfið beitir hemlum sjálfstætt á dekk til að leiðrétta mögulegt hættuástand.

GRC-HEMLASTJÓRNUN

GRC-hemlastjórnun (Gradient Release Control®) losar hemla jafnt og þétt þegar ekið er af stað í halla. Kerfið virkar bæði þegar ekið er áfram og aftur á bak.

GAC-INNGJAFARSTJÓRNUN

GAC-inngjafarstjórnun er hönnuð til að draga úr tilfinningu fyrir skyndilegri hröðun þegar bílnum er ekið í brattan niðurhalla með því að beita hemlakerfinu og hægja á bílnum niður í tiltekinn hraða á meðan honum er ekið niður hallann. Þessi eiginleiki dregur úr tilfinningu fyrir hraðaaukning til að gera akstur niður halla öruggari.

TERRAIN RESPONSE

Terrain Response-kerfið er hannað fyrir Land Rover og það velur hentugustu stillingar bílsins fyrir viðkomandi akstursskilyrði eftir upplýsingum sem ökumaður færir inn. Kerfið fínstillir vélina, gírskiptinguna, mismunadrifið og undirvagninn til að hámarka aksturseiginleika, þægindi og grip á hvers kyns yfirborði. Aðeins þarf að velja stillingu sem hentar viðkomandi skilyrðum: Almennur akstur, gras/möl/snjór, aur/hjólför og sandur. Aksturinn er alltaf öruggur, alveg óháð aðstæðum.

TERRAIN RESPONSE 2

Með gögnum frá skynjurum bílsins fínstillir Terrain Response 2 ýmsar stillingar hans í samræmi við aðstæður til að tryggja bestu mögulegu stillingu fjöðrunar, aflrásar og spólvarnar. Terrain Response 2 er ítarlegri útfærsla á upprunalega Terrain Response-kerfinu sem dregur úr álagi á ökumann og tryggir að bíllinn sé alltaf rétt stilltur með hliðsjón af akstursaðstæðum. Ökumaðurinn getur einnig valið uppsetningu bílsins.

Fjórhjóladrif (4WD)

Land Rover er búinn sítengdu fjórhjóladrifi sem tryggir mesta mögulega átak í dekkið með mesta gripið. Fjórhjólakerfi Land Rover tryggja hámarksafköst, bæði á vegum og utan þeirra, hvernig sem yfirborð eða aðstæður eru.

TVEGGJA HRAÐA LÁGSVIÐS MILLIKASSI MEÐ MIÐLÆGU RAFRÆNU MISMUNADRIFI

Tveggja hraða millikassi með sítengdu fjórhjóladrifi og 50:50 skiptingu togs. Rafrænt stýrð kúpling með mörgum diskum í miðlæga mismunadrifinu deilir togi á milli fram- og afturöxlanna. Hægt er að veita allt að 100% átaki í annan hvorn öxulinn við mjög erfiðar aðstæður og rafrænt gripstjórnunarkerfi eykur enn á getuna. Millikassinn er með lágu og háu drifi og hægt er að skipta á milli þeirra á ferð á allt upp í 37 mí./klst. Lágsviðshlutfallið er 2,93:1 og skilar sérstaklega lágum skriðhraða fyrir akstur í torfærum eða þegar draga þarf þungan eftirvagn.

EINS HRAÐA MILLIKASSI MEÐ MIÐLÆGU TORSEN-MISMUNADRIFI

Vélrænt stýrður eins hraða millikassi með miðlægu Torsen-mismunadrifi. Þessi kassi er 18 kg léttari en tveggja hraða millikassinn og býður upp á kraftmeiri afköst með 42/58 prósenta skiptingu togs á milli fram- og afturöxla, sem getur farið í 78/22 þegar aðstæður leyfa.

WADE SENSING-VAÐSKYNJARAR

Wade Sensing™ nýtir upplýsingar frá skynjurum í hliðarspeglunum til að birta vatnsdýpt á sjónrænan máta á snertiskjá bílsins og gefa hljóðmerki sem hækkar með auknu dýpi. Ökumaðurinn sér bæði dýpt vatnsins á hverjum tíma og hversu djúpt bíllinn getur farið áður en það hefur áhrif á öryggi akstursins. Þetta er sérstaklega gagnlegt í lélegu skyggni eða við akstur í myrkri.

GRIPSTJÓRNUN

Gripstjórnun stillir bílinn sjálfkrafa til að taka mjúklega af stað á hálu yfirborði, svo sem blautu grasi, ís eða snjó. Kveikt er á gripstjórnuninni á snertiskjá bílsins. Hún stillir inngjöfina á að skila hægu og stöðugu togi frá vélinni. Á þann hátt getur ökumaðurinn hámarkað grip og lágmarkað skemmdir á undirlagi með nákvæmri beitingu átaks á dekk.

AFKÖST
DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING

DSC-stöðugleikastýringin nemur stöðugt upplýsingar frá hjólaskynjurum bílsins og aðstoðar ökumanninn við að ná aftur stjórn á bílnum ef takmarkað veggrip greinist eða bíllinn er óstöðugur. DSC-stöðugleikastýringin beitir hemlun á hvert hjól fyrir sig og stillir vélarafl til að hámarka öryggi og stjórn.

DYNAMIC RESPONSE-VELTINGSKERFI

Dynamic Response-veltingskerfið greinir velting yfirbyggingar við akstur á ójöfnum vegum. Kerfið er einnig hannað til að draga verulega úr halla yfirbyggingar við beygjur. Dynamic Response-kerfið gjörbyltir stjórn bílsins og þægindum farþega. Þegar kerfið greinir utanvegaaðstæður stillir stjórntölvan áhrif veltistangarinnar þannig að lóðrétt hreyfigeta hjóla eykst og snertiflötur dekkja við yfirborð stækkar til að hámarka grip og getu til aksturs í torfærum.

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Adaptive Dynamics-kerfið greinir hreyfingar bílsins 500 sinnum á sekúndu og nær því að bregðast bókstaflega samstundis við aðstæðum, færa þér enn meiri stjórn, lágmarka velting og gera bílferðina mjúka og yfirvegaða. Adaptive Dynamics-kerfið samanstendur af hugvitssamlegum skynjurum og sístilltum dempurum í fjöðrunarbúnaðinum. Þessi búnaður skilar þér framúrskarandi þægindum og stöðugleika í akstri. Kerfið greinir einnig torfæruaðstæður og fínstillir fjöðrun í samræmi við þær til að tryggja yfirvegaðan akstur.

MAGNERIDE

MagneRide™ greinir hreyfingar bílsins 500 sinnum á sekúndu og nær því að bregðast bókstaflega samstundis við aðstæðum, færa þér enn meiri stjórn, lágmarka velting og gera bílferðina mjúka og yfirvegaða. MagneRide™ samanstendur af hugvitssamlegum skynjurum og sístilltum dempurum í fjöðrunarbúnaðinum sem innihalda segulagnir. Þessi búnaður skilar þér framúrskarandi þægindum og stöðugleika í akstri. Kerfið greinir einnig torfæruaðstæður og fínstillir fjöðrun í samræmi við þær til að tryggja yfirvegaðan akstur.

SKILVIRK DRIFLÍNA

Hugvitsamlegt og sítengt fjórhjóladrifskerfi skilar framúrskarandi afköstum og gripi á hvers kyns undirlagi með sístilltri skiptingu togs á milli fram- og afturöxla. Kerfið er rafrænt sem gerir því kleift að bregðast mun hraðar við spóli og aðgerðum ökumanns en vélræn kúpling. Þetta býður upp á frábæra getu til aksturs í torfærum og aukna lipurð á vegi.

VIRK DRIFLÍNA

Virka driflínan er byltingarkennd og handvirkt virkjuð driflínutækni sem skiptir á milli tví- og fjórhjóladrifs eftir aðstæðum og sameinar með því eldsneytissparnað tvíhjóladrifs og torfærugetu fjórhjóladrifsins. Fjórhjóladrifið er sítengt til að bjóða upp á hámarksgrip þegar tekið er af stað úr kyrrstöðu. Kúpling aftengir hins vegar vélbúnað fjórhjóladrifsins þegar ekki þarf á því að halda. Ef kerfið greinir spól eða ákafara aksturslag er fjórhjóladrifið tengt aftur innan 350 millisekúndna. Tvær rafrænar kúplingar sitthvoru megin við aftara mismunadrif dreifa togi í dekkið með mesta gripið. Við þetta eykst lipurð á vegi um leið og hægt er að „læsa“ afturöxlinum alveg til að ná hámarksgripi á mjög hálu undirlagi. Virka driflínan skiptir hnökralaust á milli tví- og fjórhjóladrifsins en ökumenn geta aftur á móti fylgst með vinnslu kerfisins á sérstakri 4x4i-skjámynd á snertiskjánum.

VIRK LÆSING MISMUNADRIFS AÐ AFTAN

Í gegnum greiningu á hreyfingum bíls og einkennum undirlags er virk læsing mismunadrifs að aftan sífellt stillt með tölvustýrðum hreyfiliða sem festur er á mismunadrifið og tryggir að afl sé flutt í þau dekk sem mest gripið hafa. Með þessu er stöðugleiki í beygjum aukinn og grip tryggt með lágmarksspóli í torfærum.

TOGSTÝRING (MISMUNADRIF)

Þegar togstýringarkerfið vinnur með virkri læsingu mismunadrifs að aftan skilar það frábæru og stöðugu viðbragði í jafnvel kröppustu beygjum. Rafrænt mismunadrifið og hemlakerfi bílsins viðhalda stöðugu jafnvægi í dreifingu togs á milli hjólanna í beygjum. Kerfið er einnig virkt í torfærum með viðeigandi Terrain Response-stillingum. Kerfið er sérstaklega gagnlegt á undirlagi á borð við sand þar sem það auðveldar beygjur og kemur í veg fyrir of mikla undirstýringu.

TOGSTÝRING MEÐ HEMLUM

Þetta kerfi eykur lipurð og stöðugleika bílsins í beygjum. Kerfið vaktar og jafnar tog á milli hjóla til að auka grip og stýringu, hvort sem er á vegi eða í torfærum. Kerfið getur einnig aukið beygjuhraða og dregið úr undirstýringu með því að beita hemlunum á innra hjól að aftan og auka um leið tog í ytra hjólið til að tryggja stöðugleika.

DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVI

Dísilútblástursvökvi (DEF), einnig þekktur sem AdBlue®, AUS 32 og ARLA 32, er litlaus, lyktarlaus og óeldfimur vökvi sem er ekki eitraður. Vökvinn er geymdur í sérstökum geymi í bílnum þaðan sem honum er sprautað inn í útblásturskerfið til að hreinsa útblástur. Fáðu frekari upplýsingar um AdBlue®

RAFDRIFIÐ EPAS-AFLSTÝRI

Rafdrifið EPAS-aflstýri býður upp á frábært viðbragð og tafarlaust hjálparátak. Kerfið er eingöngu virkt þegar á þarf að halda - sem sparar bæði afl og eldsneyti. EPAS-kerfið notar háþróaða tölvustýringu til að fínstilla hvers mikil stýrishjálpin er hverju sinni og skilar fínstilltri stýringu á meiri hraða og meiri stýrishjálp á minni hraða.

EDC-VÉLARHEMLUNARSTÝRING

EDC-vélarhemlunarstýringin dregur úr líkum á því að hjólin læsist þegar hemlað er snögglega á hálu yfirborði. Stýringin eykur tog til drifhjólanna í skamma stund eftir því sem við á.

ECO-STILLING

Þegar þessi staðalbúnaður er virkur setur hann sparneytnustu stillingar bílsins í forgang, þar með talið sjálfskiptingu, virka driflínu og hita og loftkælingu til að draga úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. ECO-gögnin birta ökumanninn viðeigandi upplýsingar á snertiskjánum til að hann geti hagað aksturslagi sínu á sparneytnari hátt.

INGENIUM-VÉLAR

Fyrsta flokks fjögurra strokka Ingenium-dísilvél Land Rover býr yfir eftirtektarverðum afköstum og fágun. Hér fer létt 2,0 lítra vél úr gegnheilu áli með 16 ventla DOHC-strokkloki, búin kambási með breytilegri tímastillingu á útblásturshlið, auk tveggja sveifludeyfa til að tryggja mýkt.

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
RAFRÆN LOFTFJÖÐRUN

Fjögurra horna loftfjöðrun fínstillir hreyfingu bílsins og aksturshæð til að bjóða upp á fyrirtaks þægindi, stöðu og akstursgetu. Loftfjöðrunin eykur þægindi þegar bíllinn er kyrrstæður þar sem hún getur hækkað og lækkað bílinn eftir þörfum farþega þegar þeir setjast inn/stíga út. Auk þess auðveldar hún hleðslu farangurs eða annars ámóta í bílinn.

HÆKKUNARSTILLING

Þegar vart verður við að undirvagn bílsins snerti yfirborð er hann hækkaður tímabundið með loftfjöðruninni. Hækkunarstillingin virkjast sjálfkrafa og hækkar loftfjöðrunina til að auka hæð frá jörðu. Hækkunarstillingin er alltaf virk, ekki þarf að velja hana sérstaklega. Aðeins í boði með rafrænni loftfjöðrun

BENDISTJÓRNUN AFTURHLERA

Með afturhlera með bendistjórnun getur ökumaður opnað og lokað afturhleranum handfrjálst fyrir utan bílinn í stað þess að þurfa að snerta bílinn eða nota lykil með fjarstýringu. Þegar snjalllykillinn greinist er hægt að opna með sparkhreyfingu undir bílinn með aðstoð skynjara sem eru sitt hvorum megin við afturhlerann.

SJÓNLÍNUSKJÁR

Þessi aukabúnaður varpar helstu upplýsingum um bílinn, t.d. ökuhraða, gírastöðu og akstursleiðsögn, á framrúðuna án þess að ökumaðurinn þurfi að líta af veginum. Þetta kerfi er fyrsta kerfið til að nýta heilmyndartækni sem skilar sér í frábærri litaupplausn, birtustigi og skerpu. Ökumaðurinn getur kveikt og slökkt á þessum eiginleika eftir hentugleika.

AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
UMFERÐARSKILTAGREINING

Umferðarskiltagreiningin tryggir að ökumaður hafi réttar upplýsingar með því að birta tiltekin umferðarskilti greinilega á mælaborðinu og á sjónlínuskjánum, sé hann uppsettur. Kerfið greinir hraðatakmörkunarskilti (þar með talið yfirhangandi skilti á vegum með breytilegan hámarkshraða) og umferðarskilti með viðbótarupplýsingum, t.d. um lægri hraða vegna bleytu á vegum.

SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU

Sjálfvirkur hraðastillir notast við ratsjártækni til að stilla hraðann sjálfkrafa og halda þannig öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Ef bíllinn fyrir framan hægir á sér dregur Land Rover úr hraðanum til að halda öruggri fjarlægð. Bíllinn heldur svo áfram á forstilltum hraða um leið og leiðin er greið. Ef bíllinn fyrir framan stöðvar skyndilega hægir fjarlægðarstillingin mjúklega á bílnum. Um leið og bíllinn á undan tekur af stað aftur er nóg að snerta inngjöfina til að fylgja honum eftir.

ISL-HRAÐATAKMÖRKUN

Þegar kveikt er á ISL-hraðatakmörkuninni stillir kerfið hraða bílsins í samræmi við upplýsingar úr umferðarskiltagreiningu.

BÍLASTÆÐAKERFI AÐ AFTAN

Bílastæðakerfi að aftan auðveldar ökumanni að bakka í stæði á öruggari máta. Þegar sett er í bakkgír kviknar sjálfkrafa á skynjurum á afturstuðaranum. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.

BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN

Bílastæðakerfin að framan og aftan auðvelda ökumanni að bakka í stæði og gera aðgerðina öruggari. Þegar sett er í bakkgír eða kveikt er handvirkt á kerfunum kviknar á skynjurum á fram- og afturstuðurum. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.

360° BÍLASTÆÐAKERFI

Með 360° bílastæðakerfinu okkar er hægt að leggja í þröng stæði af fullkomnu öryggi. Þegar bakkgírinn er valinn kviknar sjálfkrafa á skynjurum á öllum hliðum bílsins (einnig er hægt að kveikja handvirkt á kerfinu) og snertiskjárinn birtir mynd af bílnum ofan frá. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.

BÍLASTÆÐASKYNJARI (LAGT SAMSÍÐA OG EKIÐ ÚT ÚR STÆÐI)

Bílastæðaskynjarinn auðveldar ökumanni að leggja samsíða í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði. Aðeins þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins. Bílastæðaskynjarinn hjálpar einnig þegar ekið er út úr stæðum. Myndskýringar og tilkynningar leiðbeina í gegnum báðar þessar aðgerðir.

BÍLASTÆÐASKYNJARI (LAGT SAMSÍÐA, LAGT HORNRÉTT OG EKIÐ ÚT ÚR STÆÐI)

Bílastæðaskynjarinn auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði. Aðeins þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins. Bílastæðaskynjarinn hjálpar einnig þegar ekið er út úr stæðum. Myndskýringar og tilkynningar leiðbeina í gegnum þessar aðgerðir.

BAKKSKYNJARI

Bakkskynjarinn er sérlega notadrjúgur þegar bakkað er út úr stæði og kerfið varar ökumann við ökutækjum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum beggja megin bílsins. Kerfið notar bæði hljóðrænar og myndrænar viðvaranir til að gera ökumanni viðvart og veita honum upplýsingar um það sem er fyrir aftan bílinn, líka þegar eitthvað byrgir honum sýn.

AKREINASTÝRING

Akreinastýringin skapar aukið öryggi á löngum ferðalögum. Kerfið greinir þegar bílinn reikar óvart yfir á næstu akrein og beinir honum mjúklega til baka.

ÖKUMANNSSKYNJARI

Ökumannsskynjarinn greinir þegar ökumann fer að syfja og lætur vita tímanlega þegar viðkomandi ætti að taka sér hlé frá akstrinum.

Ökumannsskynjarinn greinir þegar ökumann fer að syfja og lætur vita tímanlega þegar viðkomandi ætti að taka sér hlé frá akstrinum.

Blindsvæðisskynjarinn lætur vita af bílum sem staðsettir eru á blindsvæðum eða nálgast þau hratt. Þegar vart verður við bíl á þessum svæðum kviknar á litlu viðvörunarljósi í viðkomandi hliðarspegli. Ef ökumaður gefur stefnuljós í átt að hindruninni blikkar viðvörunarljósið til að ítreka yfirvofandi hættu.

BLINDSVÆÐISHJÁLP

Þetta kerfi vinnur með blindsvæðisskynjaranum til að koma í veg fyrir árekstur. Ef annað ökutæki greinist á blindsvæðinu þegar verið er að skipta um akrein tryggir blindsvæðishjálpin nákvæmt stýrisátak í átt frá aðvífandi ökutækinu.

AKREINASKYNJARI

Akreinaskynjarinn skapar aukið öryggi á löngum ferðalögum. Hann skynjar þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og varar við því með sjónrænni viðvörun og léttum titringi í stýrinu.

SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN

Bíllinn er ávallt reiðubúinn fyrir neyðarhemlunartilfelli. Ef yfirvofandi árekstur greinist birtir bíllinn ákeyrsluviðvörun sem gefur ökumanni tíma til að bregðast við. Ef árekstur er enn yfirvofandi og ökumaður hefur ekkert aðhafst beitir sjálfvirka neyðarhemlunin hemlunum til að draga úr högginu.

HÁLJÓSAAÐSTOÐ

Þetta kerfi skiptir sjálfkrafa á milli lágra ljósa og háljósa þegar við á og notar til þess skynjara framan á baksýnisspeglinum.

NEYÐARHEMLUN

Þegar snöggt er stigið á hemlana eykur þetta kerfi hemlunarkraftinn til að stytta stöðvunarvegalengdina. Kerfið getur einnig hjálpað til við að tryggja betri stjórn við óvæntar aðstæður.

UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI EDIT
INCONTROL

InControl er þjónustu- og forritapakki sem myndar bæði tengingu við bílinn og hnökralausa og örugga tengingu við umheiminn. InControl fylgir þér hvert sem er, jafnvel þegar þú ert ekki í bílnum, og tryggir að upplifun þín af Land Rover hefur aldrei verið ánægjulegri.

INCONTROL APPS

InControl Apps-tækni Land Rover býður upp á að snjallsímaforritum, sérsniðnum fyrir bílinn, sé stjórnað á snertiskjá bílsins, þar með talið tengiliðir, dagbók og tónlistarspilari. Einnig er hægt að sækja forrit frá þriðju aðilum sem innihalda fjölbreytta þjónustu. InControl Apps er tengt við snjallsíma með USB-snúru úr USB-tenginu.

INCONTROL PROTECT

Snjallsíminn er notaður sem gátt fyrir tengingu við Land Rover í gegnum InControl Protect. Þar er hægt að sjá eldsneytisstöðuna og finna bílinn á stóru og fjölsetnu bílastæði, skrá ferðir og meira að segja athuga hvort skilinn hafi verið eftir opinn gluggi. Sérsniðin Land Rover-aðstoð fylgir einnig og hún, ef svo ólíklega vill til að til bilunar komi, getur sent greiningargögn og staðsetningarupplýsingar til fyrirtækisins sem aðstoðar. Í alvarlegum tilvikum tilkynnir neyðarsímtalaeiginleikinn neyðarþjónustu um staðsetningu þína.

INCONTROL SECURE

InControl Secure notar rakningartækni til að láta vita þegar reynt er að stela bílnum og sendir upplýsingar um staðsetningu bílsins til viðeigandi yfirvalda til að hægt sé að endurheimta hann hratt og örugglega.

INCONTROL TOUCH

InControl Touch er nýtt margmiðlunarkerfi (staðalbúnaður) búið átta tommu snertiskjá með einföldum snerti- og strokuskipunum. Því fylgir fullkomið leiðsögukerfi með tvívíðum og þrívíðum kortum og raddskipunum, hnökralausri tengingu við síma og hita- og loftstýringu, afþreyingu og stjórnbúnað bílsins. InControl Touch er miðstöð fyrir margs konar akstursöryggisbúnað og ýmsan aukabúnað.

INCONTROL TOUCH PRO

InControl Touch Pro er framsæknasta margmiðlunarkerfi Land Rover hingað til. Viðbragðsfljótur fjölsnertiskjárinn styður stroku og klemmu og býður upp á tærustu upplifun sjón- og hljóðrænnar afþreyingar sem við höfum boðið upp á. Sérstillanlegur upphafsskjárinn eykur enn við upplifunina sem og raddstjórnun sem styður skipanir á borð við „more like this“ („meira þessu líkt“) fyrir lagaval. Efnisgeymslan er 10 GB SSD-drif sem auk þess býður upp á birtingu Gracenote-plötuumslaga.

STAFRÆNT MERIDIAN SURROUND-HLJÓÐKERFI

Land Rover gekk til samstarfs við Meridian, fyrirtæki í fremstu röð á heimsvísu í framleiðslu hágæðahljóðtækni og stafrænnar hljóðvinnslu, til að þróa hljóðkerfi í Discovery Sport. Stafrænt 825 W Meridian Surround-hljóðkerfi er búið 16 hátölurum og tveggja rása bassahátalara sem skila kristaltærum háum tónum og drynjandi bassa um allt farþegarýmið. Nú hljómar tónlistin eins og hún á að hljóma.