SKOÐA RANGE ROVER EVOQUE

SKOÐA RANGE ROVER EVOQUE
CRAFTED WITHOUT COMPROMISE

HRÍFANDI HÖNNUN

Evoque státar af helstu hönnunareinkennum Range Rover með flæðandi þaklínu, samfelldri miðlínu og nýju glæsilegu þrívíðu grilli. Nýju aðalljósin með margskiptum LED-ljósum gefa skýra og sérstaka myndræna birtu.
CRAFTED WITHOUT COMPROMISE

RÓANDI INNANRÝMISSTÍLL

Farþegarými Range Rover Evoque er afar róandi en þar er að finna nýja miðstokkshönnun með þægilegri nýrri gírskiptingu, fljótandi 11,4 tommu sveigðum glersnertiskjá og endurbættu geymslurými.

NÆSTA KYNSLÓÐ AF PIVI PRO

Verðlaunað Pivi Pro1-upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar inniheldur öll stjórntæki á nýjum miðlægum fljótandi 11,4 tommu sveigðum snertiskjá úr gleri. Til að hámarka öll þægindi eru stillingar á hljóðstyrk, hita- og loftstýringu og sætisstillingar alltaf innan seilingar.
AMAZON ALEXA

AMAZON ALEXA

Talaðu við Alexu3 til að stjórna lykilaðgerðum bílsins áreynslulaust. Stjórnaðu öllu frá leiðsögn til frétta- og samfélagsmiðla, og jafnvel samhæfum snjalltækjum heima við, með röddinni einni saman.
HÁÞRÓUÐ TÆKNI

HÁÞRÓUÐ TÆKNI

Pivi Pro virkar vel með þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum og bætir stöðugt tæknina í Range Rover Evoque.1 4 What3words-leiðsögnin styðst við þrjú orð fyrir áfangastaði til að finna út nákvæma staðsetningu.
HNÖKRALAUSIR TENGIMÖGULEIKAR

HNÖKRALAUSIR TENGIMÖGULEIKAR

Tóm rafhlaða er liðin tíð með USB-C tengjum um allan bílinn til að allir farþegar geti verið tengdir. Þráðlaus hleðsla lágmarkar síðan óreiðu í farþegarýminu.
AKSTURSAÐSTOÐ

AKSTURSAÐSTOÐ

Veldu úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að gera þér bæði auðveldara að aka og leggja. Þú hefur beinan aðgang að akstursaðstoðarstillingunni á nýja stýrinu.

PLUS-ÚTGÁFA LOFTHREINSIKERFIS FYRIR FARÞEGARÝMI

Plus-útgáfa lofthreinsikerfis fyrir farþegarými í Range Rover Evoque er búin5 tæknilegasta lofthreinsibúnaðinum í flokki sambærilegra bíla til að tryggja vellíðan og auka árvekni með því að vakta og stjórna magni koltvísýrings2 með PM2,5-síu2 og koltvísýringsstýringu.

TENGILTVINNBÍLL

Range Rover Evoque-tengiltvinnbíllinn (PHEV) býður upp á allt það besta með hybrid-tækni sem sameinar 80 kW rafmótor og Ingenium-bensínvél. Ljúktu daglegum meðalakstri eingöngu í EV-stillingu6, með allt að 62 km vottuðu drægi**.

TÆKNILÝSING RAFKNÚINNA HYBRID-AFLRÁSA

WLTP RAFDRÆGNI (ALLT AÐ)

62 KM**

Áætluð raundrægni allt að 48 km.

LOSUN2 KOLTVÍSÝRINGS (FRÁ)

31 G/KM**

Enginn útblástur í EV-stillingu.

HLEÐSLUTÍMI Á HLEÐSLUSTÖÐ (FRÁ)

30 MÍNÚTUM

Hraðhleðsla með jafnstraumi frá 0 til 80 prósent á um 30 mínútum.

HLEÐSLA HEIMA VIÐ (FRÁ)

2 KLUKKUSTUNDIR OG 12 MÍNÚTUR

Allt að 100% með 7 kW riðstraumshleðslutæki fyrir heimili.

AFKÖST Í ÖLLUM TORFÆRUM

SJÁLFVIRK AKSTURSTÆKNI
HÁMARKSGRIP

AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

LAGAÐUR AÐ ÞÉR

Aukin fáguð þægindi með úrvali af pökkum og fylgihlutum til að bæta þitt daglega líf.

SKOÐA NÁNAR

GERÐIR

GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.
YFIRLIT

YFIRLIT

Upplifðu Range Rover Evoque.

**Skoða tölur úr WLTP-prófunum.


Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda með fullhlaðinni rafhlöðu í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Losun koltvísýrings2, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, svo sem aldri, ástandi, hitastigi og hleðslu rafhlöðu, hvernig hleðsla er notuð og lengd hleðslunnar.

1Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum. upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim aukabúnaði sem er valinn. Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

2Þrívíð umhverfismyndavél. Myndin er ekki í rauntíma. Kannaðu umhverfi til að tryggja öryggi. Fellur undir gildandi lög.

3Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess. Tiltekin virkni Alexa er háð snjalltækni. Hugsanlega þarf að bæta við fleiri vörum og uppsetningu. Samhæfir snjallsímar. Tengimöguleikar eru háðir netkerfi þriðju aðila og áskrift.

4Aðeins samhæfir snjallsímar. Ræðst af farsímakerfi á markaði, sendistyrk og reikningi viðskiptavinar. Krefst farsímagagna eða Wi-Fi tengingar. Þráðlaus uppfærsla hugbúnaðar er háð samþykki ökumanns, nettengingu og markaðsframboði.

5Í samanburði við lokaðan flokk keppinauta, gilti 03/03/23.

6Meðallengd daglegra ferða (48 km) reiknuð með InControl-gögnum frá 30 alþjóðlegum mörkuðum fyrir Range Rover Evoque-bíla frá 2019 til 2022. Miðað við fullhlaðna rafhlöðu.