Tilkynning um netárás
Jaguar Land Rover (JLR) framleiðandinn varð fyrir netárás. Gripið var tafarlaust til aðgerða til að lágmarka áhrifin og kerfin tekin tímabundið niður í varúðarskyni. Nú er unnið hratt og örugglega að því að ræsa alþjóðleg forrit og kerfi aftur á öruggan og stýrðan hátt. Engar vísbendingar liggja fyrir á þessu stigi um að upplýsingar um viðskiptavini hafi komist í hendur óviðkomandi aðila, en smásölu- og framleiðslustarfsemi hefur orðið fyrir truflunum.