NÝR RANGE ROVER SV

NÝR RANGE ROVER SV

Framúrskarandi túlkun á Land Rover "lúxus", sérsniðinn eftir þínum þörfum

VIÐ GERUM HANN SÉRSTAKAN. ÞÚ GERIR HANN EINSTAKAN

Í SVO-sérsmíðadeildinni er áherslan á grunneinkenni margrómuðu ökutækjanna okkar. Þegar kemur að nýjum Range Rover SV, merkir það einn meiri lúxus og enn meira sérval.

Með úrvalið meira en nokkru sinni fyrr, þar á meðal sjálfbær lúxusefni í stað leðurs, endurspeglar nýr Range Rover SV persónuleika þinn, langanir og framtíðarsýn. Hann er þinn.

RR SV

SNIÐINN AÐ ÞÉR

Hægt er að velja um tvö sérhönnuð þemu fyrir innanrými og ytra byrði í nýjum Range Rover SV. Í SV Serenity og SV Intrepid fær litavalið að njóta sín; að innan og utan.

Báðir valkostir eru í boði með staðlað og langt hjólhaf og með úrvali kraftmikilla og sparneytinna véla, þar á meðal nýrri 530 V8-vél með tvöfaldri forþjöppu, úrval háþróaðra tengiltvinnbíla með 510 hestafla vélar og sparneytna D350 Ingenium-dísilvélar.

SV SERENITY

SV SERENITY

Þema ytra byrðis SV Serenity er einfaldlega lúxus. Atlas-silfrað og bronslitað málmhúðað lakk er notað til áhersluauka á ytra byrði og undirstrika sérstöðuna. Ekki síst þegar það er parað með bronsuðum áherslulit á þaki sem er aukabúnaður og 23“ þrykktum demantsslípuðum álfelgum með bronslitum innfellingum.
SV INTERPID

SV INTREPID

Ytra byrði SV Intrepid státar af glæsilegu og kraftmiklu yfirbragði. Kolgráir málmhúðaðir áhersluaukar ytra byrðis ásamt dökkri reyklitaðri krómáferð sem er sérhönnuð fyrir Range Rover SV. Atlas-grafítgrá áferð, svartur áherslulitur á þaki sem er aukabúnaður og 23“ þrykktar satíndökkgráar álfelgur með Narvik-svörtum innfellingum fullkomna útlitið.

INNBLÁSTURINN HELDUR ÁFRAM Í INNANRÝMINU

Báðir þessir glæsilegu valkostir eru í boði í innanrýminu og státa af einstöku úrvali lita, klæðninga og hönnunar gatamynsturs. Einlitur tinnusvartur og Parlino-ljós eru staðalbúnaður í innanrýminu og hægt er að velja með því tvílitt litaþema til að undirstrika sérstök svæði innan farþegarýmsins.

Í fyrsta sinn bjóðast nú sjálfbær lúxusefni í stað leðurs sem aukabúnaður í SV-gerðum til að prýða innanrýmið.

INNBLÁSTURINN HELDUR ÁFRAM Í INNANRÝMINU

Þema innanrýmis SV Serenity er Perlino-ljós litur í bland við kóngablátt, mosagrænt eða ólífubrúnt leður að framan. Í innanrými SV Intrepid býðst einlitur tinnusvartur, tvílitt innanrými í rósaviðs- og tinnusvörtu leðri eða járngráu og ljósgráu Ultrafabrics-efniTM.

Range Rover SV

ÞINN EIGIN GRIÐASTAÐUR

Innanrýmið okkar er hannað til að bjóða upp á sömu þægindi, friðsæld og tækni og eru á heimilinu. Allar SV-gerðir eru í boði með einstakri afþreyingarupplifun í aftursætum, 13,1 tommu skjá, þeim stærsta mögulega í Range Rover-bílum og öflugum heyrnartólum með tærum hljómi sem aðeins eru í boði í SV-gerðum.

ÞINN EIGIN GRIÐASTAÐUR

SV SIGNATURE SUITE

Djásnið í SV-innanrými Range Rover er sérhannaður fjögurra sæta SV Signature Suite-aukabúnaður. Hann er aðeins í boði í gerðum með langt hjólhaf og býður upp á óviðjafnanlega upplifun.


Miðpunkturinn er stokkur í fullri lengd – stútfullur af haganlega „falinni“ snjallvirkni. Hægt er að sérpanta rafknúið borð vélunnið úr handslípuðu áli sem með einni bendingu lyftist hljóðlega upp úr miðstokknum. Glasahaldarar birtast einnig undan klæddri hlífinni
þegar þeirra er þörf.

SV SIGNATURE SUITE

FÁGÆTUSTU EFNIN OKKAR

Við höfum kosið að túlka nútímalegan lúxus með keramikáferð. Fágað og slitsterkt efni sem einkennir alla jafna hágæðaúr og skartgripi.

Bæði ytra byrði og innanrými nýs Range Rover SV skartar keramikáferð. Handslípað hvítt keramikmerki með svartri kringlóttri skrautsmíði einkennir afturhlerann. Þetta er í fyrsta sinn sem keramikáferð er notuð á ytra byrði ökutækis og ber ótvíræðum sérkennum þeirra vitni

FÁGÆTUSTU EFNIN OKKAR

NÝJAR OG GLÆSILEGAR KLÆÐNINGAR

Sama hvert smekkur og stíll leiðir þig í vali á þínum Range Rover SV – einstakt efnisúrval okkar tryggir að allar þínar óskir rætist. Meðal einstakra SV-áferða má nefna upphleypt keramik, viðaráferð með inngreyptum eða málmlögðum innfellingum, rafhúðaðan málm og ofið netefni.

NÝJAR OG GLÆSILEGAR KLÆÐNINGAR

Þær er að finna víðs vegar um innanrýmið, á miðstokknum, mælaborðinu og hurðunum. Þegar kemur þróun í efnisgerð og tækni er nýsköpun í fararbroddi verið í fararbroddi og þannig náum við fram nútímalegri túlkun á handverki okkar.

SÉRSNIÐINN FYRIR ÞIG

SÉRSNIÐINN FYRIR ÞIG

Nýr Range Rover Sport SV er hið fullkomna tjáningarform því hann er hægt að sérsníða með úrvali sérhannaðri þjónustu og aukabúnaði

SÉRHANNAÐ SV-LAKK

SÉRHANNAÐ SV-LAKK

Auk úrvals hefðbundinna lita á litaspjaldi Range Rover býðst SV-viðskiptavinum að velja úr 14 öðrum litum á ytra byrði af SV-sérhönnunarlitaspjaldinu eða frá SV-sérhönnuðu litablöndunarþjónustunni.
KYNNTU ÞÉR SÉRHANNAÐ SV-LAKK

*Hægt að panta um mitt ár 2022