PIVI OG PIVI PRO LEIÐBEININGAR

PIVI OG PIVI PRO LEIÐBEININGAR

SVONA NOTAR ÞÚ NÝJA SKJÁKERFIÐ OG TENGIÞJÓNUSTU Í LAND ROVER

InControl verður í boði fyrir bíla sem tilheyra 2024 árgerðinni.

SVONA NOTAR ÞÚ PIVI, PIVI PRO OG TENGIÞJÓNUSTUR

AÐ BYRJA

 UPPSETNING INCONTROL
2 FYLGDU LEIÐBEININGUM START UP WIZARD

TENGDU SNJALLTÆKIN ÞÍN

TENGDU SNJALLSÍMANN ÞINN

TENGDU SNJALLSÍMANN ÞINN

Með snjallsímapakkanum getur þú notað öpp á öruggan hátt með Pivi og Pivi Pro1 í gegnum:

Apple CarPlay® 3
Android AutoTM 4

Við notkun Apple CarPlay® 3, gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu uppfærslu iOS og Siri ® sé virkjuð á iPhone. Við notkun Android AutoTM 4, gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfu Android Auto appsins og Google raddstýringin sé vrkjuð á Google tækinu þínu. Tengdu tækið við stjórnborðið í miðjuhólfi innréttingarinnar með viðurkenndri USB snúru.
Iguide

IGUIDE

iGuide Appið er rafrænn leiðarvísir og stafræn notandahandbók sem auðveldar þér að finna og skilja helstu nýjungar og stjórntæki Land Rover og InControl – allt með snjalltækinu þínu svo þú hafir svarið við sérhverri spurningu í hendi þér. Leitaðu að „Land Rover iGuide“ í AppStore eða Google Play Store og sæktu appið.

ÁÐUR EN ÞÚ BYRJAR

Þú þarft að hafa VIN númer bíls þíns við höndina.
Sæktu nýjasta Map Downloader snjallforritið fyrir Apple eða Windows á tölvuna þína.
Vertu með USB-lykil reiðubúinn til þess að flytja kortin yfir

ALGENGAR SPURNINGAR

HVERNIG UPPFÆRI ÉG KORTIN Í LEIÐSÖGUKERFINU?

Ef áskrift að tengdri leiðsöguþjónustu er virk1uppfærast kortin sjálfkrafa. Tengd leiðsöguþjónusta er yfirleitt innifalin í upprunalegu ábyrgðartímabili og með endurnýjun áskriftar uppfærast kortin sjálfkrafa áfram.

HVERSU MÖRG BLUETOOTH TÆKI GETA TENGST SAMTÍMIS?

Hægt er að para allt að 10 Bluetooth tæki og geta tvö þeirra tengst samtímis – hvort heldur sem er símar eða önnur tæki. Fyrsta tækið sem parað er við Pivi/Pivi Pro1 verður skilgreint sem aðaltækið þitt. Þessu er hægt að breyta með því að fara í Settings > All > Connectivity > Bluetooth > og smella á tækið sem þú vilt breyta.

HVERNIG ENDURNÝJA ÉG INCONTROL ÞJÓNUSTUNA?

Þegar InControl þjónustan þín rennur út færð þú sendan tölvupóst með hlekk til að endurnýja InControl þjónustuna. Hafir þú ekki fengið slíkan póst eða ef hlekkurinn er óvirkur getur þú haft samband við þjónustufulltrúa.

HVERNIG FJARLÆGI ÉG PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR?

Áður en þú selur bifreiðina þarft þú að eyða upplýsingum úr InControl aðgangi þínum. Skráðu þig inn í InControl viðmótið, veldu „Vehicle Setting“ til hægri og veldu „Remove Vehicle“ listann. Smelltu á „Remove Veihicle“ til að eyða öllum upplýsingum um bifreiðina úr InControl aðganginum þínum. Þú þarft að gefa upp lykilorðið þitt að InControl. Í Pivi/Pivi Pro1, ferð þú í Settings > All > Profile Settings vil að velja notanda til að eyða. Ef þú hefur nýlega keypt notaðan bíl, skalt þú hafa samband við umboðið.

ÞARF ÉG AÐ ÚTVEGA SIM KORT?

Nei, í bílnum er innbyggt SIM kort sem nýtist fyrir:

1. Connected Navigation leiðsögukerfið og tengdar þjónustur þess.1

Til að nota þessar þjónustur þarf gild áskrift að vera til staðar. Gagnasamband er innifalið í áskriftinni, þannig að ekki þarf viðbótarsamning eða SIM kort meðan áskriftin er gild.

HVERNIG BREYTI ÉG ÚTLITI KORTA OG VIÐMÓTI Í SKJÁKERFINU?

Með hnöppum í stýri kemst þú í stillingar til að breyta útliti viðmóts í Interactive Driver Display skjákerfinu. Fleiri möguleikar kunna að vera til staðar, allt eftir gerð bílsins. Hægt er að velja þá í aðalvalmynd Pivi Pro Settings > Navigation > Driver Display.

HVERT NÆST?

LAND ROVER INCONTROL VEFSÍÐAN MÍN

LAND ROVER INCONTROL VEFSÍÐAN MÍN

Skráðu þig inn á InControl aðganginn þinn.
NOTENDASKILMÁLAR

NOTENDASKILMÁLAR

Fáðu nánari upplýsingar um skilmála Land Rover InControl og Pivi

Viðbótarmöguleikar og aðgengi að þeim getur verið misjafnt eftir gerð og útgáfu bílsins og eins getur þurft að bæta við hlutum til að gera mögulegt að virkja þá. Hafðu samband við umboðsaðila til að fá frekari upplýsingar eða stilltu valkostina á vefnum.

Ökumaður ætti aðeins að nota kerfi bílsins þegar það er óhætt. Ökumaður verður að tryggja fullkomna stjórn bílsins öllum stundum.

Pivi og InControl möguleikar, valkostir, þjónusta þriðja aðila og framboð þeirra fara eftir markaðssvæðum – hafðu samband við umboðsaðila Land Rover til að ganga úr skugga um framboð og skilmála. Viss búnaður krefst áskriftar sem aftur krefst endurnýjunar þegar tímabil hennar rennur út. Ekki er hægt að ábyrgjast netsamband á öllum svæðum. Upplýsingar og myndir sem birtar eru í tengslum við InControl tæknina, þar með talið skjámyndir eða ferli, geta breyst við hugbúnaðaruppfærslu, nýjar útgáfur og aðra kerfisstillingar sem valdar eru.

Apple CarPlay er skrásett vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. kunna að eiga við.

Android Auto er skrásett vörumerki Google LLC.

1Endurnýja þarf áskrift að Connected Navigation eftir að upprunalegu áskriftartímabili lýkur.

2Skilmálar um eðlilega notkun geta gilt. Venjuleg 1 árs áskrift sem hægt er að endurnýja eftir að áskriftartímabili lýkur.

3Bíllinn þinn er tilbúinn fyrir Apple CarPlay. Þjónusta í boði frá Apple CarPlay helgast af framboði á þínu markaðssvæði, sjá nánar á www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.

4Bíllinn þinn er tilbúinn fyrir Android Auto. Þjónusta í boði frá Android Auto helgast af framboði á þínu markaðssvæði, sjá nánar á www.android.com/auto/.

5Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að endurnýja eftir að áskriftartímabili lýkur. Sækja þarf Remote appið á Apple App Store/Google Play Store

6Skilmálar um eðlilega notkun gilda. Þegar 20GB gagnamagni er náð getur flutningshraði og virkni minnkað það sem eftir lifir mánaðarins.