HÁÞRÓUÐ AKSTURSAÐSTOÐARKERFI

ÞESSI AUKABÚNAÐUR ER Í BOÐI EINN OG SÉR EÐA SEM HLUTI AF AKSTURSAÐSTOÐARPAKKA. PAKKAR OG BÚNAÐUR ERU MISMUNANDI Á MILLI ÓLÍKRA GERÐA BÍLA
Evoque ekur inn á borgargötu

AKSTURSBÚNAÐUR

Sérsníðanleg aðgerð sem sameinar ferns konar akstursaðstoðarbúnað: Ákeyrsluviðvörun, akreinastýringu, hraðakstursviðvörun og tilkynningu um hámarkshraða.

Nærmynd af hraðamæli
Nærmynd af hraðamæli

AKSTURSBÚNAÐUR

InControl inniheldur akstursaðstoðarbúnað, bæði staðalbúnað og aukabúnað, sem gerir þér kleift að njóta þíns Land Rover til fulls og tryggir mesta mögulega öryggi í akstri hvert sem haldið skal. Hafðu samband við næsta söluaðila til að fá upplýsingar um hvaða aukabúnaður hentar þér.

Mynd af sjálfvirkum hraðastilli

SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR

Stilltu aksturshraða og fjarlægð frá ökutækjum fyrir framan svo að bíllinn aðlagi sig sjálfkrafa þegar það hægist á umferðinni.
Mynd af neyðarhemlun

NEYÐARHEMLUN

Neyðarhemlun getur gagnast við að koma í veg fyrir árekstra við önnur ökutæki, gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk. Hún birtir viðvörun vegna yfirvofandi áreksturs og beitir hemlunum sjálfkrafa ef ökumaðurinn bregst ekki við.
Mynd af akreinastýringu

AKREINASTÝRING

Akreinastýringin greinir þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og snýr stýrinu í rétta átt til að beina þér og bílnum mjúklega til baka.
Mynd af blindsvæðishjálp

BLINDSVÆÐISHJÁLP

Blindsvæðishjálp2 auðveldar þér að skipta um akrein á öruggan hátt og kveikir á litlu viðvörunarljósi á hliðarspeglinum ef annað ökutæki greinist á blindsvæðinu. Stýrisleiðrétting gerir þér viðvart til að þú getir beint bílnum í átt frá hættunni.
Myndskýring af umferðarskiltagreiningu Land Rover

UMFERÐARSKILTAGREINING MEÐ SJÁLFVIRKRI HRAÐATAKMÖRKUN

Birtir skilti fyrir hámarkshraða og bann við framúrakstri skýrt á mælaborðinu eða sjónlínuskjánum sem í boði er sem aukabúnaður. Þegar kveikt er á sjálfvirku hraðatakmörkuninni notar hún umferðarskiltagreiningu3 til að stjórna hraða bílsins.
Myndskýring af ökumannsskynjara Land Rover

ÖKUMANNSSKYNJARI

Ökumannsskynjarinn greinir hreyfingar stýris, hemla og inngjafarfótstigs til að ákvarða hvort þig er farið að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.
Myndskýring af árekstraröryggi að aftan á Land Rover

ÁREKSTRARÖRYGGI AÐ AFTAN

Árekstraröryggi að aftan getur greint hvort ökutæki sem nálgast að aftan hægir ekki á sér og skapar hættu á árekstri. Kerfið reynir síðan að fá viðkomandi ökumann til að hemla með því að blikka hættuljósunum.

BÍLASTÆÐISBÚNAÐUR

Auðveldar þér að aka Land Rover til í þröngum bílastæðum innanbæjar. Hafðu samband við næsta söluaðila til að fá upplýsingar um hvaða aukabúnaður hentar þér.

Bílastæðakerfi Defender

ÞRÍVÍÐ UMHVERFISMYNDAVÉL

Þrívíð umhverfismyndavél gerir þér kleift að sjá enn meira. Nýtt þrívítt sjónarhorn með yfirsýn yfir umhverfið hringinn í kringum bílinn gerir þér kleift að aka bílnum til á öruggari máta á meðan ClearSight-myndavélin eykur öryggi þitt við akstur á ýmis konar undirlagi.
Mynd af bílastæðakerfi að framan og aftan

BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN

Auðveldar þér að leggja í stæði. Þegar sett er í bakkgír eða kveikt er handvirkt á kerfinu kviknar á skynjurum á fram- og afturstuðurum. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.
Mynd af umferðarskynjara að aftan

UMFERÐARSKYNJARI AÐ AFTAN

Umferðarskynjari að aftan varar ökumann við bílum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum báðum megin við bílinn. Kemur sér sérstaklega vel þegar bakkað er út úr stæði.
Mynd af útgönguskynjara

ÚTGÖNGUSKYNJARI

Útgönguskynjari auðveldar farþegum að gæta öryggis þegar þeir fara út úr bílnum með því að birta upplýsta viðvörun í hurðinni ef hætta greinist, svo sem ökutæki eða hjólreiðafólk sem fer hjá.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Settu saman bíl sem hentar þínum þörfum.

Range Rover

NÝR RANGE ROVER

Óviðjafnanleg fágun og munaður.
Range Rover Sport

RANGE ROVER SPORT

Líflegur. Afgerandi. Kraftmikill.
Range Rover Velar

RANGE ROVER VELAR

Framúrstefnulegur Range Rover.
Range Rover Evoque

RANGE ROVER EVOQUE

Láttu nú að þér kveða.
Discovery

DISCOVERY

Fjölhæfasti sjö sæta SUV-bíllinn á markaðnum.
DISCOVERY SPORT

DISCOVERY SPORT

Fjölhæfi fyrirferðalitli SUV-bíllinn.
DEFENDER

DEFENDER

Mögnuð akstursgeta.
Range Rover

NÝR RANGE ROVER

Óviðjafnanleg fágun og munaður.
Range Rover Sport

RANGE ROVER SPORT

Líflegur. Afgerandi. Kraftmikill.
Range Rover Velar

RANGE ROVER VELAR

Framúrstefnulegur Range Rover.
Range Rover Evoque

RANGE ROVER EVOQUE

Láttu nú að þér kveða.
Discovery

DISCOVERY

Fjölhæfasti sjö sæta SUV-bíllinn á markaðnum.
DISCOVERY SPORT

DISCOVERY SPORT

Fjölhæfi fyrirferðalitli SUV-bíllinn.
DEFENDER

DEFENDER

Mögnuð akstursgeta.

1Mikilvægt: Bílar á GSR II-markaðssvæðum og/eða NCAP-markaðssvæðum eru stilltir aftur á háa stillingu í hvert skipti sem drepið er á þeim. Á öðrum markaðssvæðum en GSR II og/eða NCAP helst valin akstursaðstoðarstilling virk í minni bílsins og breytist ekki þegar svissað er af. Stillingar sem notandi velur í sérsniðinni stillingu eru alltaf vistaðar í bílnum, óháð markaðssvæðum. Almenna GSRII-öryggisreglugerðin er öryggislöggjöf sem öðlaðist gildi fyrir nýjar gerðir bíla árið 2022 og mun gilda um gerðir sem þegar hafa verið settar á markað árið 2024
2Blindsvæðishjálp getur komið í veg fyrir árekstra. Ef bíllinn þinn greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar þú byrjar að skipta um akrein og mögulegur árekstur er talinn yfirvofandi gerir stýringarleiðrétting þér viðvart til að þú getir beint bílnum í átt frá hættunni.
3Aðeins í boði með Pivi Pro.  

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast með því að sækja og nota iGuide-forritið.
Sækja iGuide fyrir Apple.
Sækja iGuide fyrir Android.  

Aukabúnaður og framboð hans geta verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og verið misjöfn eftir markaðssvæðum eða kunna að krefjast uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.  

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fulla stjórn á bílnum öllum stundum.