EKKERT Á VIÐ GÓÐAN BUFFALO

Ef þig dreymir um að upplifa skemmtileg ævintýri þá er Serengeti í Afríku rétti staðurinn. Fjöldi dýranna sem hægt er að skoða er yfirþyrmandi. Dag einn þegar við vorum að fá okkur hádegisverð á hvítum dúk í laut nærri Ngorongoro Crater vatnasvæðinu lentum við í einstakri upplifun.EKKERT Á VIÐ GÓÐAN BUFFALO


Á hinum enda vatnasvæðisins voru átta ljón að eltast við Buffalo sem lagði af stað út í fenin í átt til okkar. Við áttum ekki annan möguleika en að flýja inn í bílana. Þegar ljónin komu að dúknum þar sem hádegisverðurinn okkar var snuðruðu þau lítillega af matnum en héldu svo för sinni áfram á eftir Bullalanum. Hádegisverðuinn okkar freistaði ekki.