SAGA LAND ROVER

SAGA LAND ROVER

60 ÁRA OG ENN Í FULLU FJÖRI

Fyrsti Land Rover bílinn var smíðaður árið 1948. Hann var allt frá byrjun hannaður með einfaldleika og notagildi í hugaog hefur allt frá upphafi skapað sér nafn fyrir seiglu og hæfileika til að takast á við fjölbreytt verkefni. Nú 60 árum síðar er áætlað að meira en tveir þriðju af þessum ótrúlegu bílum séu enn að störfum víðsvegar um heiminn

LAND ROVER SAGAN


Upprunalegi 1948 Land Rover bíllinn var fullkomlega hannaður með tilliti til styrkleika og getu. Honum var í raun ekið beint af framleiðslulínu Land Rover til móts við ævintýrin á sumum af erfiðustu og fjarlægustu stöðum veraldar. Þessir 60 ára gömlu eiginleikar er enn í dag það sem gerir Land Rover að því þekkta vörumerki sem það er.

Stöðugar framfarir og nýjungar voru innleiddar á Land Rover bílunum á árunum frá 1950-1960. Meiri stöðugleiki minni beygjuradíus svo fátt eitt sé nefnt. Á þessum árum tók Land Rover forystuna í framleiðslu fjórhjóladrifnna bíla. Stofnanir eins og Born Free Foundation, The Royal Geographical Society og Biosphere Expeditions tóku á þessum árum Land Rover bíla í sína þjónustu og núna á öðrum áratug 21 aldar eru þessar stofnanir enn með Land Rover bíla í sinni þjónustu.


LAND ROVER SAGAN


Sögulegar myndir Í takti við framsækna hugsun og velgengni Land Rover á þessum árum var kynntur til sögunnar nýr bíll sem hlaut nafnið Range Rover. Þetta var árið 1970. Nýja bílnum var ætlað það hlutverk að brúa bilið milli duglega jeppans sem Land Rover var fyrir löngu orðið þekkt fyrir yfir í þægilega fjölskyldubílinn sem gott væri og gaman að keyra.

Þessi upprunalega hugmynd er enn hornsteinninn að velgengni Land Rover: Nýjar gerðir hafa litið dagsins ljós, ný tækni hefur verið kynnt, sífellt næst betri árangur í minnkun CO útblásturs frá vélunum og ný og byltingarkennd driftækni hefur verið kynnt til sögunnar en ávallt byggja nýjungarnar á upprunanum og arfleiðinni sem er hæfni í að takast á við erfiðar aðstæður hvar sem er í heiminum.