SV.) Já. Auk hefðbundinnar bílaábyrgðar fylgir rafhlöðunum átta ára ábyrgð.
SV.) Þegar PHEV-tengiltvinnbíl er eingöngu ekið á rafmótornum er drægið allt að 51 km. PHEV-tengiltvinnbíllinn nýtir einnig Ingenium-bensínvél til að auka drægið til muna, til jafns við bíla með hefðbundnar vélar.
SV.) Já. Hleðsla PHEV-tengiltvinnbílsins er fyllilega örugg.
SV.) Raforkukerfið ræður auðveldlega við hleðslu rafmagnsbíla, sem oftast eru hlaðnir að nóttu til þegar heildarnotkun rafmagns er lítil. Við, ásamt öðrum bílaframleiðendum, eigum í samstarfi við yfirvöld og raforkuframleiðendur til að tryggja viðeigandi framboð raforku.
SV.) Nei, langt í frá. Rafmótorar bjóða upp á tafarlaust og óskert tog úr kyrrstöðu sem skilar frábæru viðbragði og hröðun. Range Rover PHEV skilar hröðun upp á 0-100 km/klst. á 6,7 sekúndum.
SV.) Já. Allar nýjar gerðir uppfylla sömu ströngu öryggisstaðla og aðrir bílar.
Land Rover P400e er tengiltvinnbíll. Það þýðir að hann er búinn hefðbundinni vél og öflugum rafmótor sem vinna saman. Rafmótorinn er knúinn með stórri og afkastamikilli háspennurafhlöðu sem hægt er að hlaða með ytri aflgjafa og með endurnýtingu hemlaafls við akstur. Stór rafhlaðan getur knúið bílinn á rafmagni eingöngu allt að 51 km* á fullri hleðslu, vegalengd sem dugar fyrir flestan hefðbundinn akstur innanbæjar, svo sem til og frá vinnu eða á íþróttaæfingar barna.
*Byggt á opinberum tölum úr prófunum ESB. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður.
Nei, þær tærast ekki. Hægt er að hlaða rafhlöður í rafmagnsbíla mörg þúsund sinnum án þess að þær tærist að nokkru marki.
Rafhlöðum rafmagnsbíla og PHEV-tengiltvinnbíla fylgir átta ára ábyrgð, sem er mun lengri ábyrgð en ábyrgðir fyrir hefðbundna bíla.
PHEV-tengiltvinnbílar bjóða upp á marga kosti rafmagnsbíla, svo sem fágun, lágan rekstrarkostnað og engan útblástur í styttri ferðum, um leið og þeir bjóða upp á sveigjanleika hefðbundinna véla fyrir lengri ferðir án hleðslustöðvana. Samvinna vélarinnar og rafmótorsins býður einnig upp á meira tog og afköst sem oftar er að finna í bílum með öflugum hefðbundnum vélum.
PHEV-tengiltvinnbíllinn býður upp á marga kosti rafmagnsbíls fyrir þá viðskiptavini sem ekki hefðu gagn af hefðbundnum rafmagnsbíl. Þar sem rafmagn er í sífellt auknum mæli sótt til endurnýjanlegra orkugjafa eru rafmagnsbílar mun umhverfisvænni en bílar sem búnir eru hefðbundnum eldsneytisvélum. Ríkisstjórnir víða um heim hafa áttað sig á þessu og gripið til ýmissa aðgerða sem lækka verð fyrir neytendur og skatt á fyrirtækjabílum. Fyrir marga er allt þetta og lægri rekstrarkostnaður sannfærandi fjárhagsleg rök fyrir því að velja bíl með rafmótor, án þess að fórna sveigjanleikanum sem hefðbundin vél býður upp á.
Þeir eigendur sem eiga þess kost að nýta ytri hleðslugjafa til að knýja mestan hluta aksturs á rafmagni njóta meginkosta PHEV-tengiltvinnbílsins mest. Á meðan hægt er að aka lengri ferðir án hleðslu er eldsneytisnotkun bílsins á slíkum ferðum aftur á móti sambærilegur og bíla með hefðbundnum vélum þegar hleðsla rafhlöðunnar klárast. Þess ber þó að geta að dálítilli hleðslu er viðhaldið til að tryggja vélinni rafknúna aðstoð þegar þörf er á fullu afli.
Í P400e er að finna EV-stillingu sem ökumaðurinn getur kveikt á. Hún stillir bílinn á að aka aðeins á rafmagni. Aftur á móti ræsir kerfið bensínvélina um leið og þörf er á meira afli en rafmótorinn getur skilað eða þegar hleðsla rafhlöðunnar dugar ekki til að viðhalda akstri á rafmagni. Hægt er að aka í EV-stillingu allt að 51 km en vegalengdin styttist við mikið álag, t.d. þegar ekið er með hlass, við drátt, mikinn hraða eða akstur í torfærum.
Forritið InControl Remote er í boði fyrir bíla sem geta ekið á rafmagni. Forritið gerir notandanum kleift að stöðva eða hefja hleðslu, stjórna tímastillingum fyrir brottför (tímastillt hita- og loftstýring), stjórna hleðslukostnaði og stilla hámarkshleðslu.
Forritið getur einnig birt tilkynningar þegar hleðsluklónni er kippt úr sambandi eða hleðsla stöðvast (rafmagn er ekki í boði). Bíllinn getur einnig sent hleðsluáminningu ef honum er lagt þar sem skráð hleðslustöð er til staðar.
Þegar bílnum er ekið í miklum hita eða kulda ganga kæli- eða upphitunarkerfin hraðar á hleðslu rafhlöðunnar og takmarka drægi aksturs á rafmagni. Hraður akstur gengur einnig hraðar á hleðslu rafhlöðunnar og takmarkar um leið drægi aksturs á rafmagni.
Í sjálfgefinni akstursstillingu (samhliða hybrid-stilling) getur ökumaðurinn hámarkað sparneytni eða fullnýtt hleðslu rafhlöðunnar með því að nota annan hvorn af tveimur hleðslustjórnunareiginleikum:
- SAVE-eiginleiki - þessi eiginleiki er valinn handvirkt á snertiskjánum og kemur í veg fyrir að hleðsla rafhlöðunnar falli niður fyrir valið gildi. Þetta gerir ökumanninum kleift að nýta sér hljóðlátan og útblásturslausan akstur seinna meir í yfirstandandi ferð. Bíllinn notar eingöngu rafhlöðuna ef hún hefur verið hlaðin upp fyrir tiltekið stig með endurnýtingu hemlaafls.
- PEO-eiginleiki (forstillt hámörkun orkunýtingar) - þegar áfangastaður er sleginn inn í leiðsögukerfi bílsins er sjálfkrafa kveikt á PEO-eiginleikanum. PEO-eiginleikinn notar gögn um hæð yfir sjávarmáli á valinni leið til að skipta á hugvitssamlegan máta á milli rafmótorsins og bensínvélarinnar til að hámarka sparneytni.
Hér er um að ræða hleðslu í hleðslustöðvum sem er að finna við verslunarmiðstöðvar, hótel, líkamsræktarstöðvar o.s.frv., stöðum sem þú sækir í öðrum tilgangi en að hlaða bílinn þinn.
Hér er um að ræða hleðslu á bensínstöðvum og sérstökum hleðslustöðvum sem sérstaklega eru ætlaðar til hleðslu eða áfyllingar eldsneytis, þar sem boðið er upp á hraðvirka hleðslu.
Land Rover P400e fylgir heimahleðslusnúra sem hentar fyrir hleðslu í hefðbundnum innstungum á heimilum. Hins vegar er mælt með notkun heimahleðslustöðvar til þess að geta hlaðið bílinn hratt heima við. Hún er aftur á móti ekki nauðsynleg. Kostnaður við uppsetningu er mismunandi eftir svæðum (og orkuveitu) en er vel viðráðanlegur og fer sífellt lækkandi samhliða fjölgun rafmagnsbíla.
Heimahleðslustöðinni kann að fylgja innbyggð hleðslusnúra en annars er hægt að fá almenna hleðslusnúru sem aukahlut til nota með heimahleðslustöð eða almennum hleðslustöðvum.
Almenn hleðslusnúra er einnig í boði sem aukahlutur sem hægt er að tengja við mismunandi millistykki og klær, allt eftir staðbundnum kröfum. Þeim fylgja bæði heimilis- og iðnaðartengi. Það síðara hentar fyrir hraðari hleðslu þar sem það ræður við allt að 7 kW.
Land Rover P400e fylgir heimahleðslusnúra sem hentar fyrir hleðslu í hefðbundnum innstungum á heimilum. Hins vegar er mælt með notkun heimahleðslustöðvar til þess að geta hlaðið bílinn hratt heima við. Hún er aftur á móti ekki nauðsynleg. Kostnaður við uppsetningu er mismunandi eftir svæðum (og orkuveitu) en er vel viðráðanlegur og fer sífellt lækkandi samhliða fjölgun rafmagnsbíla.
Heimahleðslustöðinni kann að fylgja innbyggð hleðslusnúra en annars er hægt að fá almenna hleðslusnúru sem aukahlut til nota með heimahleðslustöð eða almennum hleðslustöðvum.
Almenn hleðslusnúra er einnig í boði sem aukahlutur sem hægt er að tengja við mismunandi millistykki og klær, allt eftir staðbundnum kröfum. Þeim fylgja bæði heimilis- og iðnaðartengi. Það síðara hentar fyrir hraðari hleðslu þar sem það ræður við allt að 7 kW.
Hleðslusnúra sem hægt er að stinga í samband við hefðbundna heimilisinnstungu er staðalbúnaður með Jaguar Land Rover-rafmagnsbílum. Vilji viðskiptavinir hraðari og þægilegri hleðslulausn er þeim ráðlagt að leita til rafiðnaðarmanns til að setja upp sérstaka hleðslugrein í rafkerfi heimilisins og sérstaka hleðsluinnstungu eða heimahleðslustöð.
Hvert sölusvæði Jaguar Land Rover skiptir við tiltekinn aðila á viðkomandi markaðssvæði sem getur tekið út heimili viðskiptavina, komið með tillögur að og útvegað uppsetningu hleðslulausna samkvæmt greiðslugetu viðskiptavinar og afkastagetu rafveitunnar. Ef aðrir aðilar eru notaðir þurfa þeir að ábyrgjast samhæfi búnaðarins.
Ekki endilega; þetta er háð ýmsum þáttum. Hleðslustöðvum fer fjölgandi, bæði hefðbundnum og þeim sem bjóða upp á hraðhleðslu. Í borgum og á fjölförnum vegum er einnig að finna margar hleðslustöðvar á leiðinni eða á áfangastað.
Með öllum Jaguar Land Rover-rafmagnsbílum og PHEV-tengiltvinnbílum fylgir 8 ára eða 100.000 mílna (hvort sem kemur á undan) ábyrgð á 70% hleðslu. Ábyrgðin byggist á réttri notkun og viðhaldi bílsins og reglulegri hleðslu rafhlöðunnar.
Kílóvattstundir mæla hversu mikla orku er hægt að geyma í rafhlöðum. Stærri rafhlöður, þ.e. þær sem búa yfir fleiri kílóvattstundum, hafa meira drægi og/eða meiri afköst. Uppgefin rýmd skilar mismunandi raunverulegu drægi eftir aksturslagi og umhverfisskilyrðum.
Bílaframleiðendur, yfirvöld og orkufyrirtæki vinna saman að því að tryggja að notkun rafmagnsbíla raski ekki starfsemi rafveitukerfa.
Hleðslutími getur verið mjög misjafn, allt eftir því hvaða búnaður er notaður og hvers konar aflgjafa er tengt við. Þegar meðfylgjandi hleðslusnúra er tengd við 230 volta / 16 ampera heimilisinnstungu tekur full hleðsla um átta klukkustundir. Þessi tala kann þó að vera mismunandi á milli heimila. Aftur á móti er bíllinn búinn hleðslutæki sem ræður við 7 kW sem getur skilað fullri hleðslu á allt að 2,3 klukkustundum ef bíllinn er tengdur við 230 volta / 32 ampera iðnaðarinnstungu með fjölnotasnúru eða við 7 kW heimahleðslustöð eða almenna hleðslustöð með almennri hleðslusnúru.
Rafmótorar nota afl til að knýja fram hreyfingu. Þegar hreyfingar er ekki lengur krafist (t.d. þegar bíllinn hægir á sér) er hægt að beisla hemlunarkraftinn, snúa vinnslu mótorsins við og mynda með því raforku. Þetta kallast endurnýting hemlaafls og hægt er að leiða raforkuna sem myndast í rafhlöðuna. Við réttar kringumstæður er hægt að auka drægi rafmagnsbíls um rúmlega 10% með endurnýtingu hemlaafls.
Rafhlöðum fylgir átta ára ábyrgð, sem er mun lengri ábyrgð en ábyrgðir fyrir hefðbundna bíla. Ábyrgðin byggist á réttri notkun og viðhaldi bílsins og reglulegri hleðslu rafhlöðunnar.
Rafmótorar bjóða upp á tafarlaust og óskert tog úr kyrrstöðu sem skilar frábæru viðbragði og hröðun. Range Rover PHEV skilar hröðun upp á 0-100 km/klst. á 6,7 sekúndum.
Land Rover P400e getur dregið allt að 2500 kg með lausum dráttarkrók, sem er í boði sem aukahlutur. Rafdrifinn laus dráttarkrókur er ekki fáanlegur vegna staðsetningar háspennurafhlöðunnar og viðeigandi rafmagnsbúnaðar bílsins. Allur aukabúnaður fyrir drátt, svo sem háþróuð dráttarhjálp og lækkun afturfjöðrunar, er í boði með P400e. Hægt er að draga í EV-stillingunni en drægið minnkar.
Aksturseiginleikar P400e í torfærum eru þeir sömu og jafnvel betri en bíla með hefðbundnum vélum við vissar kringumstæður. P400e býður upp á sama vaðdýpi og Range Rover (900 mm) og Range Rover Sport (850 mm) og viðbótartog rafmótorsins á litlum hraða kemur að góðum notum við ýmsar torfærar aðstæður. Auk þess er EV-stillingin í boði í sumum stillingum Terrain Response. Hægt er að nota EV-stillinguna í lága drifinu í torfærum en drægið minnkar.
P400e fylgir hefðbundið dekkjaviðgerðarsett en ekki er hægt að koma varadekki fyrir á hefðbundnum stað í farangursrýminu. Hins vegar eru dekkjasekkur og ólakerfi í boði sem aukabúnaður hjá söluaðilum Land Rover. Með þessum búnaði er hægt að geyma lítið varadekk eða varadekk í fullri stærð á öruggan máta í farangursrýminu þegar á þarf að halda.
Allir Jaguar Land Rover-bílar, þar á meðal rafmagnsbílar og PHEV-tengiltvinnbílar, eru hannaðir til að uppfylla ströngustu öryggiskröfur sem gilda víðs vegar um heim.
Þessi hugvitssamlega tækni dregur úr útblæstri og eykur afköst með háþróuðustu vél okkar hingað til.
Frekari upplýsingarFátt er auðveldara en að hlaða PHEV-tengiltvinnbílinn þinn, hvort sem er með hefðbundinni hleðslu eða sístækkandi neti hleðslustöðva. Auk þess er hleðslan þægileg, þar sem hægt er að hafa bílinn í hleðslu yfir nótt.
Frekari upplýsingar