LAND ROVER PLUG-IN HYBRID
PHEV - FRAMSÆKNASTA AFLRÁS OKKAR HINGAÐ TIL
P400e sameinar ávinninginn af nýtingu rafmagns og margrómaða eiginleika Range Rover, sem skilar sér í hverfandi mengun í útblæstri og allt að 51 km drægi í EV-stillingu.
PHEV-tengiltvinnbíllinn skilar 404 hestöflum og losun koltvísýrings frá 64 g/km með því að nýta saman framúrskarandi 2,0 lítra 300 hestafla Si4 Ingenium-bensínvél og afkastamikinn 85 kW rafmótor
Veldu á milli samhliða hybrid-stillingar (sjálfgefin akstursstilling), sem sameinar bensín- og rafknúinn akstur, og alrafknúins aksturs í EV-stillingu (rafmagnsbíll).^
PHEV-tengiltvinnbíllinn skilar nánast hljóðlausum akstri í EV-stillingu (rafmagnsbíll) og tryggir snurðulausa skiptingu á milli bensínvélarinnar og rafmótorsins til að auka enn á fágunina.
PHEV-tengiltvinnbíllinn er nákvæmur og óviðjafnanlegur hvað varðar akstursgetu og afköst og fer létt með torfærur á borð við akstur í vatni* og grjóti.
Samhliða kerfi er hybrid-kerfi sem safnar og geymir orku sem yfirleitt tapast þegar dregið er úr hraða og nýtir hana til þess að aðstoða vélina. Það felur í sér endurbætt Stop & Start-kerfi sem gerir vélinni kleift að drepa á sér á meðan bíllinn hægir á sér og stöðvast. Þessir eiginleikar auka sparneytni bílsins.
Hybrid-rafmagnsbíll er knúinn af hefðbundinni vél með rafmótor og rafhlöðu til að bæta orkunýtingu og rafhlaðan er hlaðin með endurnýtingu hemlaafls. Þessi orka myndast með endurnýtingu hemlaafls, ferli sem fangar og geymir hreyfiorku í rafhlöðunni.
Sameinar hefðbundna vél, rafmótor og rafhlöðu. Tengiltvinnbíll (PHEV) er hlaðinn úr rafmagnsinnstungu og með endurnýtingu hemlaafls velur hann og blandar hnökralaust saman afli frá vélinni og rafmótornum til að skila hámarksafköstum og -sparneytni.
Rafmagnsbíll er ekki með neina hefðbundna vél heldur eingöngu knúinn af rafmótor með rafhlöðu og hlaðinn með innstungu, sem skilar stöðugum, ómenguðum rafakstri. Rafmagnsbíll er hlaðinn með ytri orkugjafa og með endurnýtingu hemlaafls sem þýðir að enginn útblástur er frá vélinni.
*Eingöngu er hægt að aka yfir vöð með vélina virka
** Hleðslutímar eru mismunandi á milli markaðssvæða, spennugjafa og hleðslulausna.
^ Samhliða hybrid-stilling verður tengd sjálfkrafa aftur ef ökumaðurinn þarfnast meira afls og togs eða ef hleðsla rafhlöðunnar minnkar of mikið til að hægt sé að halda áfram. Í PHEV-tengiltvinnbílum er farangursrýmið aftur í minna. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila