HVERNIG Á AÐ KEYRA MEÐ TENGIVAGN

Áður er þú leggur af stað með tengivagn í eftirdragi eru nokkrar reglur og sem hafa ber í huga.


Nokkur atriði sem hafa ber í huga:


Fylgið leiðbeiningum framleiðanda.
Það er ólöglegt að draga þyngri tengivagn en leiðbeiningar framleiðanda gera ráð fyrir.
Allir tengivagnar eiga að hafa merkingar um þyngd á áberandi stað.

Hvers vegna byrja tengivagnar að sveiflastEf þú hefur keyrt á eftir tengivagni sem byrjar að sveiflast frá vinstri til hægri og ert að velta því fyrir þér hvort þetta er hluti af eðlilegum hreyfingum tengivagna er rétt að benda á að svo er ekki.


Ef tengivagn er rétt hlaðinn með heldur meiri þyngd liggjandi fram í beisli tengivagnsins en í afturhluta hans má koma í veg fyrir þessar hættulegu hreyfingar.

Þrjú lögmál um hreyfingar tengivagna.Þegar tengivagn beygir er honum eðlislægt að vilja snúast um sína eigin þungamiðju.
Hægt er að færa þungamiðju tengivagnsins framar með því að hlaða hann meira að framan og þannig nálgast þungamiðju bílsins og hreyfingar.
Það skiftir sköpum að finna þungamiðju tengivagnsins og færa hana framar.

Hvernig má lámarka hættu við tengivagnaLykillinn er að finna þyngdarpunkt tengivagnsins.


Þyndarpunkturinn er lykillinn að góðum árangri vegna þess að þá er hægt að gera nauðsynlegar ráðstafanir og hlaða tengivagninn rétt.
Þegar dregið er þarf þyngdarpunktur tengivagnsins að vera framan við hjól tengivagnsins svo hann fylgi hreyfingum bílsins.
Best er þegar þyngdarpunkturinn er aðeins 10-20cm fyrir framan hjólin.
Ef þyngdarpunkturinn er of framalega mun tengivagnin ekki vilja beygja auðveldlega og bíllinn virka yfirstýrður.

Hvernig má reikna út þyngdarpunktÞú þarft að vita þyngd tengivagnsins, fjarlægð frá öxli í dráttarbeisli og þyngd sem leggst í beisli.
Þá er þyngdarpunkturinn = (í cm fyrir framan öxul tengivagns) beislisþyngd x fjarlægð frá beisli að öxli / þyngd tengivagns.

Hvernig hlaða á tengivagnNokkur ráð um hleðslu og akstur með tengivagn.

Hvernig hlaða á tengivagnKannið ávalt dráttargetu bílsins í eigendahandbók.
Verið viss um að þyngdarpunktur tengivagns sé réttur til að tryggja öryggi.
Stillið hæð dráttareislis þannig að tengivagn liggi aðeins meira á beislinu en afturhluta vagnsins.
Athugið þyngd tengivagns – merking á að vera á vagni.
Festið það sem verið er að flyta vel með ströppum.
Hlaðið jafnt.

Hvernig á að keyra með tengivagnHugið að í tíma þegar þið ætlið að stoppa.
Hugið vel að að hafa nægjanlegt bil á milli bíla (reiknið með þyngd tengivagns).
Athugið að bíll með tengivagn þarf stærri beygjuradíus.
Á heitum dögum þarf að hafa í huga að vél bílsins yfirhitni ekki vegna álags við að draga tengivagn upp brekkur.
Notið lægri gíra til að létta á álagi vélar (= meiri snúning).

Þegar eitthvað er aðNokkur ráð.


Sveigjur
Færðu þyngdarpunkt tengivagns framar, minnkaðu þyngd tengivagns, athugaðu loftþrýsting, athugaðu hæð beislis, dragðu úr hraða.


Yfirstýring í beygjum
Færðu þyngdarpunkt tengivagns svolítið aftar.


Rífur í í beygjum
Athugaðu loftþrýsting, minnkaðu þyngd tengivagns.


Tengivagnar og hemlun

Land Rover tengivagnahjálp (TSA)Nýtt tölvustýrt kerfi sem vinnur með loftfjörðunnarkerfinu í að vinna gegn óækilegum hreyfingum tengivagns í drætti. Hemlar og stífir fjöðrun til að auka öryggi.


TSA tengivagnahjálpin er byltingarkennt nýtt öryggiskerfi sem vinnur á fyrirbygjandi hátt með ökumanní að gera aksturinn öruggari:


Athuga bremsur


Mikilvægt er að kanna, eins fljótt og auðið er, hemla á tengivagni sem ætlunin er að draga. Öryggi ökumanns og farþega veltur á að gerðar séu ráðstafanir í tíma sem draga úr líkum á slysum.


Harkaleg hemlun


Forðist að þurfa að hemla mjög harkalega þegar þið keyrið með tengivagn. Slíkt getur orsakað hliðarskrið og aðrar óvæntar hreyfingar. ABS bremur hjálpa til í atvikum sem þessum en öruggast er að haga akstri þannig að líkur á harklegri hemlun eru í lágmarki.


Öruggari hemlun á tengivögnum með hemla


Tengivagnar með hemlum eru að öllu jöfnu öruggari en þeir sem eru ekki með hemla.


Til að tryggja örugga hemlun, gaktu úr skugga um að:


Hemla aldrei með bílinn í beygju.
Passaðu að hafa nægjanlegt bil á milli bíla.
Hafðu þyngd í samræmi við leiðbeiningar.

DráttarbeisliNokkur atriði sem skifta máli varðandi dráttarbeisli:


50mm dráttarkúla er staðalbúnaður fyrir tengivagna upp að 3,500kg.
Tengivgnar sem eru meira en 3,500kg þurfa annarskonar dréttarbeisli (leitið upplýsinga hjá söluaðilum).
Ef bíllinn er ekki með ABS hemla er þörf á að ætla sér enn meira pláss til að hemla.

Bakkað með tengivgn


Nokkur atriði þegar bakkað er með tengivagnByrjið ávalt að bakka með tengivagn í sömu beinu línuna og keyrt var í.
Snúðu tengivagninum rólega með því að beygja bílunum rólega í öfuga átt við þá sem þú ætlar tengivagninum að snúa í.
Þegar afturendi bílsins fer frá þeirri átt sem þú vilt að tengivagnin fari í mun afturendi tengivagnsins fara í þá átt sem óskað er.
Passa þarf þó að láta ekki vagn og bíl lokast saman eins og vasahníf.
Þegar tengivagninn fer loks í rétt átt skaltu láta bílinn elta stefnu tengivagnsins þangað til vagn og bíll hafa náð beini línu og leiðrétt stefnu.
Venjulega eru tengivagnar með lengri beisli auðveldari í stjórnun, svo sem þegar bakkað er, en þeir sem eru með styttri beisli.
Myndavélakerfi. 5 myndavélar fylgjast með í 360 hringinn í kring um bílinn.
Hægt er að láta myndavélakerfið hjálp til við að tengja vagn við bílinn. Myndavél aftan á bílnum sýnir í skjá í mælaborði hvernig stýra þarf bílnum svo að tenging verði á auðveldan hátt.

Ljós á tengivögnum


Nokkur atriði auka öryggi með ljósumAthugið vel öll ljós áður en lagt er af stað.
Það sem á að vera eru stöðu- og stoppljós, stefnuljós, númeraljós og glitaugu (þríhyrningar).
Helst þarf að vera rautt þokuljós.


Fleiri ljós þarf afan á hestakerrur og hjólhýsi.