ÁBYRGÐIR

ÁBYRGÐIR

Njóttu hugarróar heima og heiman með Land Rover-ábyrgðum – sem allar eru sérstaklega hannaðar fyrir Land Rover eigendur.

SKILMÁLAR

Undanþágur frá ábyrgð

Þótt ábyrgðin sé jafnöflug og Land Rover bíllinn sjálfur, er hún ekki altæk og nær þannig ekki yfir það sem er lagað eða skipt um í reglubundnum þjónustuskoðunum eða viðhaldi. Að sama skapi nær hún ekki yfir viðgerðir sem eru bein afleiðing af:


  • Eðlilegu sliti

  • Skemmda sem til eru komnar vegna vanrækslu

  • Óhappa eða rangrar notkunar

  • Notkun á röngu eldsneyti, t.d. bensíni í stað dísilolíu

  • Vanrækslu á því að nota þá varahluti eða vökva sem Land Rover

  • tilgreinir (eða varahluti af sambærilegum gæðum)
  • Tjóni vegna vanrækslu, slyss eða rangrar notkunar

  • Óleyfilegra breytinga á hlutum bílsins (breytinga sem falla utan skilgreininga Land Rover)


AÐRAR UNDANÞÁGURLand Rover ábyrgðin nær ekki yfir óþægindi, skort á flutningi eða afleitt tjón sem þú eða nokkur annar kann að verða fyrir vegna galla sem fellur undir ábyrgðina.

REGLUBUNDIÐ EFTIRLIT

Skyldur eiganda eigi 5 ára ábyrgðin að halda gildi sínu þarf að færa bílinn til þjónustuskoðunar hjá viðurkenndum þjónustuaðila Land Rover eftir 15.000 km / 12 mánaða akstur (hvort sem á undan kemur) en þó eigi sjaldnar en á 12 mánaða fresti. Bæði vinna og efni við þjónustuskoðanir eru á kostnað eiganda. Sé þjónustuskoðunum ekki sinnt samkvæmt fyrirmælum framleiðanda getur það haft áhrif á ábyrgðina.
REGLUBUNDIÐ EFTIRLIT

VIÐURKENNT ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI

Viðurkennt þjónustuverkstæði hefur meiri reynslu, þekkingargrunn og möguleika til úrlausna en hefðbundin verkstæði. Auk þess hefur viðurkenndur þjónustuaðili nýjustu tæki og tölvur til úrlausnar á vandamálum sem upp kunna að koma í bílnum þínum. Með sérhæfðum tæknimönnum gefst viðskiptavinum kostur á að nýta sér þá þekkingu sem er til staðar og njóta þessi öryggis sem það býður upp á.
VIÐURKENNT ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI

ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA LAND ROVER

Njóttu hugarróar heima og heiman með Land Rover-ábyrgðum – sem allar
eru sérstaklega hannaðar fyrir Land Rover eigendur.

STÖÐLUÐ ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA

STÖÐLUÐ ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA

*Fimm ára ábyrgð* fylgir öllu nýjum Land Rover bílum sem veitir eigendum hugarró. Í fimm ár, eða 150.000 km, hvort sem kemur á undan, er bíllinn í ábyrgð sé þjónustuleiðbeiningum framleiðanda sinnt.
ÁBYRGÐIN VIRKJUÐ

ÁBYRGÐIN VIRKJUÐ

Ef þú telur að viðgerð falli undir ábyrgð skaltu koma við hjá viðurkenndum þjónustuaðila Land Rover og þjónusturáðgjafar okkar skoða málið með þér.

Ef þú nærð ekki sambandi við viðurkenndan þjónustuaðila Land Rover geturðu haft samband við þjónustuver í síma 525 8000.
NJÓTTU ÁHYGGJULAUSRA ÆVINTÝRA

NJÓTTU ÁHYGGJULAUSRA ÆVINTÝRA

Land Rover er hannaður til að fara með þig nánast hvert sem er og sérsniðnar ábyrgðir okkar vernda fjárfestingu þína á meðan þú nýtur akstursins.

ÁBYRGÐIR

ÁBYRGÐ Á VARAHLUTUM OG AUKAHLUTUM
Ábyrgðin nær til allra vara- og/eða aukahluta frá viðurkenndum þjónustuaðila Land Rover, sem gert er við eða skipt um.

ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA
Bílnum fylgir yfirgripsmikil ábyrgð frá framleiðanda sem og vegaaðstoð fyrir 150.000 km akstur og/eða fimm ár frá skráningardegi, hvort sem á undan kemur. Hjá viðurkenndum þjónustuaðila Land Rover er skipt um eða gert við íhluti með framleiðslugalla án endurgjalds.
ÁBYRGÐIR

RYÐVARNAR- OG LAKKÁBYRGÐ

LAKK- OG RYÐVARNARÁBYRGÐ

LAKK- OG RYÐVARNARÁBYRGÐ

Land Rover er hannaður fyrir erfiðar aðstæður en betra er að vernda hann eftir því sem kostur gefst svo hann líti alltaf sem best út. Viðurkenndur þjónustuaðili Land Rover skiptir um eða gerir við tærða hluta yfirbyggingar eða lakkskemmdir.
RYÐVARNARÁBYRGÐ

RYÐVARNARÁBYRGÐ

Ef hluti yfirbyggingar Land Rover ryðgar sér viðurkenndur þjónustuaðili Land Rover um að gera við eða skipta út viðkomandi hluta þér að kostnaðarlausu. Þessi ábyrgð gildir í sex ár frá afhendingu bílsins, óháð akstri eða eigendaskiptum.
LAKKÁBYRGÐ

LAKKÁBYRGÐ

Lakkábyrgðin tekur gildi um leið og ábyrgð framleiðanda og gildir í fimm ár og/eða 150.000 km. Sé um að ræða galla í lakkinu sjálfu eða galla við upphaflega sprautun hjá framleiðanda, sér viðurkenndur þjónustuaðili Land Rover um viðgerð þér að kostnaðarlausu.

VARA- OG AUKAHLUTAÁBYRGÐ

ÁBYRGÐ Á LAND ROVERAUKAHLUTUM
Þegar upprunalegir Land Rover vara- og aukahlutir eru settir upp eða afhentir hjá söluaðila eða viðurkenndum þjónustuaðila Land Rover falla þeir undir ábyrgð framleiðanda séu þeir keyptir innan eins mánaðar eða 16.000 km frá afhendingu bílsins. Séu þeir keyptir utan þessara marka njóta þeir 24 mánaða ábyrgðar sem nær til kostnaðar við viðgerð eða skipti.
VARA- OG AUKAHLUTAÁBYRGÐ