HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

UPPFÆRÐU BÍLINN ÞINN – ÞRÁÐLAUST

Þú getur uppfært Land Rover-bílinn þinn í gegnum upplýsinga- og afþreyingarkerfið. Með því að uppfæra bílinn færðu alla nýjustu eiginleikana og tryggir þínum Land Rover besta stöðugleika sem völ er á.
Þegar um eldri ökutæki er að ræða kann að vera að þú þurfir fyrst að virkja eiginleikann „hugbúnaðaruppfærsla“. Í nýjum ökutækjum þarf aðeins að velja tímasetningu uppsetningarinnar eftir að tilkynningin berst.

SVONA VIRKJARÐU ÞRÁÐLAUSAR HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

SKREF 1 – TENGING

SKREF 1 – TENGING

Ýttu á táknið „Settings“ (stillingar) á snertiskjánum og sláðu inn „All Settings“ (allar stillingar). Haltu áfram á valmyndina „Connectivity“ (tengimöguleikar) og kveiktu á farsímagögnunum EÐA kveiktu á Wi-Fi-tengingunni í bílnum.
SKREF 2 – GANGSETNING

SKREF 2 – GANGSETNING

Farðu aftur í „All Settings“ (allar stillingar) og veldu „Software update“ (hugbúnaðaruppfærsla). Í þessari valmynd býðst þér að kveikja á hugbúnaðaruppfærslum. Ef slökkt er á þeim skaltu einfaldlega ýta á hnappinn til að kveikja á hugbúnaðaruppfærslum.
SKREF 3 – SAMÞYKKI

SKREF 3 – SAMÞYKKI

Skjáglugginn „Terms & Conditions“ (skilmálar) mun birtast. Ýttu á „Agree“ (samþykkja) til að kveikja á hugbúnaðaruppfærslum.

SVONA SETURÐU UPP ÞRÁÐLAUSU HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUNA

SKREF 1 – UPPFÆRSLA SETT Í GANG

SKREF 1 – UPPFÆRSLA SETT Í GANG

Þú getur athugað með hugbúnaðaruppfærslur á InControl Touch Pro með því að fara í „Settings > All Settings > Software update“ (Stillingar > Allar stillingar > Hugbúnaðaruppfærsla) og ýta á „Check for update“ (leita að uppfærslu í boði). Ef uppfærsla er í boði mun skjágluggi með þremur valkostum birtast á snertiskjánum: „Install now“, „Remind me later“ eða „Skip update“ (uppfæra núna, minna mig á síðar, sleppa uppfærslu).
SKREF 2 – UPPSETNING

SKREF 2 – UPPSETNING

Eftir að ýtt er á „Install now“ (uppfæra núna) og skilmálarnir hafa verið samþykktir mun uppfærslan hefjast. Þú getur notað bílinn eins og vanalega á meðan uppfærslan á InControl Touch Pro stendur yfir.
SKREF 3 – UPPSETNINGU LOKIÐ

SKREF 3 – UPPSETNINGU LOKIÐ

Þegar uppfærslunni er lokið birtist tilkynning þess efnis á snertiskjánum. Nú hefur bíllinn þinn verið uppfærður með nýjustu hugbúnaðarútgáfunni.

ÚTGÁFUUPPLÝSINGAR UM HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLU



Þú getur skoðað innihaldið í öllum hugbúnaðarútgáfum með tenglunum hér að neðan:

HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR – ALGENGAR SPURNINGAR

OPEN ALL
ALMENN SAMANTEKT
SVONA TENGIRÐU BÍLINN
SVONA VIRKJARÐU HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR
SVONA SETURÐU HUGBÚNAÐARUPPÆRSLU Í GANG
LAUSN Á VANDAMÁLUM

EKKI GLEYMA AÐ UPPFÆRA

Með nýjustu uppfærslunni okkar geturðu uppfært hugbúnaðinn í Land Rover hvar og hvenær sem er. Kannaðu strax hvort þinn bíll er gjaldgengur.
EKKI GLEYMA AÐ UPPFÆRA