RAFRÆN ÞJÓNUSTUSAGA

RAFRÆN ÞJÓNUSTUSAGA

Þjónustusaga bílsins á nýju og aðgengilegu formiAllar götur hingað til hafa bíleigendur verið bundnir við að nota þjónustubækur til að halda utan um þjónustusögu bílsins. Nýtt rafrænt þjónustukerfi Land Rover hefur nú breytt því


Öllum nýjum bílum frá Land Rover sem afhentir eru viðskiptavinum eftir 17. mars 2014 fylgir rafrænt þjónustukerfi sem geymir upplýsingar um allt sem viðkemur þjónustusögu bílsins. Upplýsingarnar eru geymdar í öruggum gagnagrunni. Eigendur bílanna geta á auðveldan hátt nálgast þjónustusögu bílsins, með aðgangskóða sem fylgir bílnum, á www.landrover.com/online-service-history eða með því að hafa samband við þjónustuver BL ehf. í síma 525 8000 (umboðsaðila Land Rover á Íslandi) sem annaðhvort prentar upplýsingarnar út eða afhendir þær á rafrænu formi.

Þjónustusaga bílsins uppfærð samdægursÍ hvert skipti sem þú ferð með bílinn í þjónustu mun þjónustuaðilinn uppfæra gagnagrunninn samdægurs með nýjustu þjónustuupplýsingum.

Viðbót við upplifun Land Rover eigendaÞú hefur aðgang að þjónustusögu bílsins úr hvaða farsíma eða tölvu sem er. Allar upplýsingar um reglulegar eftirlitsskoðanir sem mælt er með og það sem gert hefur verið í fyrri skoðunum eru geymdar á öruggan hátt í gagnagrunni sem einungis þú og viðurkenndir þjónustuaðilar Land Rover hafa aðgang að.

Rafrænn aðgangur hjálpar þér að viðhalda einstökum eiginleikum Land RoverÞú kannar á auðveldan hátt hvenær bíllinn á næst að fara í þjónustueftirlit eða skoðar yfirlit yfir fyrri skoðanir. Reglubundnar þjónustu- og eftirlitsskoðanir viðhalda eiginleikum og ábyrgð bílsins.

Kostir nýju rafrænu þjónustusögunnarMinnkar líkur á að reglubundið eftirlit gleymist


- Ef nýta þarf ábyrgðarskilmála er rafræni grunnurinn sönnun þess sem gert hefur verið fyrir bílinn
- Auðveldur aðgangur að þjónustuupplýsingum hvar og hvenær sem er
- Hjálpar til við að viðhalda gæðum og verðmæti bílsins