Framúrskarandi dráttargeta Discovery ræður við allt að 3500 kg og með fjölbreyttum dráttarhjálparbúnaði, svo sem háþróaðri dráttarhjálp, tryggir hún að þú getir dregið allt frá hestakerrum til eftirvagna áhyggjulaust.
Vertu alltaf með á nótunum og fylgstu með gegnum Pivi Pro, einfalda og þægilega upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar, þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar með einni eða tveimur snertingum.
SAMTENGDUR AKSTUR
Vertu í sambandi með nettengingarpakka með gagnaáskrift. Meiri tengd þjónusta fæst með innbyggðu SIM-korti sem veitir aðgang að straumspilun og veðurspá.
ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA
Þráðlaus hleðsla fyrir tæki og tengimöguleikar gera þér kleift að hlaða samhæfa snjallsíma og minnka óreiðu í farþegarýminu. Sendistyrksmagnari fyrir síma er í boði til að auka gæði símtala.
LOFTHREINSIKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI
Settu vellíðan í forgang með valfrjálsu nanoeTM X-jónunarkerfi, með PM2.5-síu til að sía burt agnir, þar á meðal ofnæmisvalda sem berast með lofti á borð við ryk og frjókorn.
AKSTURSAÐSTOÐ
Veldu úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að auðvelda þér aksturinn og að leggja í stæði, þar á meðal þrívíðri umhverfismyndavél og hraðastilli með stýrisaðstoð.
Fjölbreytt úrval framúrskarandi bensínvéla með minni útblæstri ásamt hreinna og sparneytnara samhliða hybrid-kerfi sem sækir, geymir og endurnýtir orku sem yfirleitt fer forgörðum við hemlun.
Sérsníddu torfærukerfið þitt með stillanlegri Terrain Response-tækni. Adaptive Dynamics-fjöðrun nær einnig fram bestu fjöðrunarstillingum og viðheldur fullkomnu jafnvægi milli þæginda, fágunar og lipurleika í akstri.
Loftfjöðrun er staðalbúnaður í öllum Discovery-bílum. Hún breytir hæðinni á hnökralausan hátt þegar þörf krefur og tryggir með því einstök þægindi í akstri á vegum og í torfærum.