SKOÐA

RANGE ROVER
RANGE ROVER

AFGERANDI HÖNNUN

Range Rover L460 22MY
SMELLTU TIL AÐ HREYFA
FÁGAÐ YTRA BYRÐI

FÁGAÐ YTRA BYRÐI

Nútímaleg hönnunin er laus við óþarfa smáatriði sem skilar sér í rennilegu útliti.
A REFINED EXTERIOR
DISTINGUISHED DESIGN

HNÖKRALAUS FÁGUN

Nútímalegt og fágað innanrými, undirstrikað með smekklegri hönnun og einfaldri nálgun þegar kemur að tækni.

LÚXUSLEÐUR

Veldu úr úrvali leðurs, þar sem hvergi vantar upp á lúxus eða fágun. Fæst í fimm litum.

SJÁLFBÆR EFNI

Fallegir valkostir í stað leðurs eins og KvadratTM áklæði og UltrafabricsTM bjóða upp á mýkt og nútímalegt útlit.

SÉRHÖNNUÐ ÁFERÐ

Sérsníddu innanrýmið að þínum persónulega stíl með úrvali af gæðaklæðningum, efnum og áferð.

FÁGUN OG MUNAÐUR

FÁGAÐUR FERÐAMÁTI

FÁGAÐUR FERÐAMÁTI

Sérhver þáttur Range Roverskilar sér í lúxusakstri, allt frá rafdrifnum hurðunum* yfir í heitsteinanudd í sætum.
VIRK HLJÓÐDEYFING

VIRK HLJÓÐDEYFING

Næsta kynslóð virkrar hljóðdeyfingar útilokar óæskileg hljóð, titring og áreiti. Með hátölurum í höfuðpúða sem eiga enga sína líka og tryggja kyrrð og ró í farþegarými.
LOFTHREINSIKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI

LOFTHREINSIKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI

PM2,5-sía og nanoeTMX-tækni dregur verulega úr lykt, bakteríum og ofnæmisvöldum, þ.m.t. SARS-COV-2 veirunni1, á meðan2 koltvísýringsstýring bætir líðan og eykur árvekni með því að vakta loftgæði í innanrýminu.
FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING

FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING

Fjögurra svæða hita- og loftstýring, með aðskildum stjórntækjum fyrir ökumann, farþega í framsæti og báðum megin við aftursæti, gerir hverjum og einum kleift að stilla hitastig og styrk loftstreymis eftir eigin óskum.

HUGVITSSAMLEG TÆKNI

NÆSTA KYNSLÓÐ AF PIVI PRO

NÆSTA KYNSLÓÐ AF PIVI PRO

Hið verðlaunaða Pivi Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfi okkar er gagnvirkt og einfalt í notkun. Þar sem öll stjórntæki eru á sama skjánum er einfalt að tengjast við farsíma, auk þess sem það opnar fyrir ýmsa tengimöguleika.
MÖGNUÐ HLJÓÐUPPLIFUN

MÖGNUÐ HLJÓÐUPPLIFUN

MeridianTM Signature Sound skapar einstakan hljóðheim. Bassahátalari og 34 hátalarar skila magnaðri hljóðupplifun í hverju einasta sæti gegnum MeridianTM Trifield 3D-tækni.
NETTENGD ÞÆGINDI

NETTENGD ÞÆGINDI

Nettengingarpakki býður upp á hnökralausa tengingu við heitan Wi-Fi reit með aðgangi að innbyggðum forritum á borð við Amazon Alexa. Þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur halda bílnum uppfærðum.
STJÓRNÆKI Í AFTURSÆTUM

STJÓRNÆKI Í AFTURSÆTUM

Veittu farþegum stjórn á afþreyingu og þægindum í aftursætum með 8 tommu stjórnsnertiskjá sem er staðsettur í armpúða annarrar sætaraðar Executive Class-aftursæta.
AKSTURSAÐSTOÐ

AKSTURSAÐSTOÐ

Veldu úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að gera þér bæði auðveldara að aka og leggja. Þú hefur beinan aðgang að akstursaðstoðarstillingunni á nýja stýrinu.
STAFRÆN LED-AÐALLJÓS

STAFRÆN LED-AÐALLJÓS

Sjáðu betur á nóttinni með aukinni birtu og meiri upplausn. Stafræn LED-aðalljós með einkennandi dagljósum, myndvörpun og framljósakerfi nota leiðsagnargögn til að fylgja veginum framundan.
HANNAÐU ÞINN EIGIN

MIKIL AFKÖST

TENGILTVINNBÍLL

TENGILTVINNBÍLL

Í boði sem háþróaður tengiltvinnbíll (PHEV). 3,0 lítra 6 strokka Ingenium-bensínvélin með 105 kW mótor er fáanleg í P460e- eða P550e-útfærslum. Hraðhleðsla með jafnstraumi tryggir allt að 80% hleðslu á innan við klukkustund.

TÆKNILÝSING HYBRID-RAFBÍLA **

DRÆGI Á RAFMAGNI (ALLT AÐ)

121 KM

WLTP-prófun. Gert ráð fyrir allt að 94 km drægi við raunaðstæður

LOSUN2 KOLTVÍSÝRINGS (FRÁ)

16 G/KM

Enginn útblástur í EV-stillingu.

HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐ (FRÁ) 

<60 MÍN.

Allt að 80% hleðsla á innan við klukkustund með hraðhleðslu

HLEÐSLA HEIMA VIÐ (FRÁ)

5 KLUKKUSTUNDUM

Allt að 100 prósent með 7 kW riðstraumshleðslutæki fyrir heimili.
FUMLAUS STÝRING

FUMLAUS STÝRING

Adaptive Dynamics-fjöðrun skilar þægilegum akstri og hámarksstjórn með því að greina hreyfingar yfirbyggingar og stýris allt að 500 sinnum á sekúndu og fínstilla sífellt demparastillingar.
YFIRVEGAÐUR AKSTUR

YFIRVEGAÐUR AKSTUR

Rafræn sjálfvirk læsing mismunadrifs að aftan býður upp á meiri spyrnu í beygjum og meira grip í torfærum með því að stýra snuði á milli hjólanna á afturöxlinum.
FÍNSTILLT AFL

FÍNSTILLT AFL

Hemlatogstýring skilar yfirvegaðri stýringu í kröppustu beygjum. Rafrænt mismunadrifið og hemlakerfið viðhalda jafnvægi í dreifingu togs á milli hjólanna í beygjum.
AFSLÖPPUÐ ÞÆGINDI

AFSLÖPPUÐ ÞÆGINDI

Rafræn loftfjöðrun undirbýr Range Rover fyrir beygjur og skilar afslöppuðum þægindum. Dynamic Response Pro-veltingskerfi býður upp á enn betri stjórn með rafknúinni veltingsstýringu (eARC) sem fínstillir afköst á vegum.

AFGERANDI AKSTURSGETA

STÝRING Á ÖLLUM HJÓLUM
2 RAFRÆN LOFTFJÖÐRUN
3 STILLANLEG KERFI

SÉRHANNAÐ SÉRSNIÐ

Charente-grár (úrvalssanseraður) | Autobiography | Fimm sæta með langt hjólhaf

SÉRSNIÐINN EÐA TILBÚINN TIL PÖNTUNAR

Veldu gerð, vél og útfærslupakka áður en þú sérsníður bílinn með vali á lakki, felgum og möguleikum fyrir innanrými.
LAGAÐUR AÐ ÞÉR

LAGAÐUR AÐ ÞÉR

Úrval pakka og aukabúnaðar. Val um liti, felgur og aukabúnað á þak. Þetta er þinn Range Rover.

SKOÐA NÁNAR

RANGE ROVER-GERÐIR

RANGE ROVER-GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.
RANGE ROVER SV

RANGE ROVER SV

Fágaður. Glæsilegur. Einstakur.
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.

*Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. LOSUN2 og sparneytni geta verið breytilegar eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukabúnaði. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.


Skoða tölur úr WLTP-prófunum.
Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. LOSUN2 og sparneytni geta verið breytilegar eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukabúnaði.


1 Bíllinn býður upp á notkun Apple CarPlay. Þjónustan sem boðið er upp á í Apple CarPlay ræðst af eiginleikum sem boðið er upp á í þínu landi. Frekari upplýsingar er að finna á www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.

2 Bíllinn býður upp á notkun Android Auto. Þjónusta sem boðið er upp á í Android Auto ræðst af eiginleikum sem boðið er upp á í þínu landi. Frekari upplýsingar er að finna á www.android.com/auto/.

3 Land Rover Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover. Sækja þarf Land Rover Remote-forritið í Apple App Store / Google Play Store.

4 Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

5 Í boði með framrúðu sem dökknar í sólarljósi á sumum markaðssvæðum.

6 Uppfærslur krefjast gagnatengingar.

7 Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

8 Fellur undir reglur um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann virkni og gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar.
Til að fá frekari upplýsingar um reglur um sanngjörn afnot sem tengjast þessum eiginleika skaltu kynna þér skilmála InControl Pivi Pro á www.landrover.com/pivi-pro-terms.
Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnisins.
Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun.


Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fulla stjórn á bílnum öllum stundum.


Aukabúnaður og framboð á honum geta verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða geta krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.


Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Tilteknum búnaði fylgir áskrift sem krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.


Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. kunna að gilda.
Android Auto er vörumerki Google LLC. Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.
NanoeTM er vörumerki Panasonic Corporation.