AKSTURSSTILLINGAR TENGILTVINNBÍLA (PHEV)

AKSTURSSTILLINGAR TENGILTVINNBÍLA (PHEV)

AFL SEM HENTAR UMHVERFINU

Kynntu þér akstursstillingarnar sem skipta á milli rafmagns og bensíns í Land Rover-tengiltvinnbílnum (PHEV) með því að ýta á einn takka.

HYBRID-STILLING

HYBRID-STILLING

Sjálfgefin akstursstilling velur sjálfkrafa á milli bensínvélar og rafhlöðu eftir því hversu mikils afls og togs ferðin krefst.
EV-STILLING (RAFBÍLL)

EV-STILLING (RAFBÍLL)

Hægt er að velja EV-stillingu með því að ýta á hnapp á stjórnborðinu til að hámarka tímann sem rafmagn er notað. Kerfið tengir bensínvélina sjálfkrafa ef þörf er á meira afli en rafmótorinn einn býður upp á.

SPARNEYTNI HÁMÖRKUÐ

Í sjálfgefinni akstursstillingu (hybrid-stilling) getur þú hámarkað sparneytni eða fullnýtt hleðslu rafhlöðunnar með því að nota annan hvorn af tveimur hleðslustjórnunareiginleikum:

SPARNAÐARSTILLING

SPARNAÐARSTILLING

Með því að velja hana handvirkt á snertiskjá bílsins kemur sparnaðarstillingin Save í veg fyrir að hleðsla rafhlöðunnar falli niður fyrir valda hleðslu. Á völdum gerðum býður þessi virkni einnig upp á að endurhlaða rafhlöðuna á ferðinni. Þetta gerir þér kleift að geyma hljóðlátan og útblásturslausan akstur til notkunar seinna meir í yfirstandandi ferð.
PEO-EIGINLEIKI (FORSTILLT HÁMÖRKUN ORKUNÝTINGAR)

PEO-EIGINLEIKI (FORSTILLT HÁMÖRKUN ORKUNÝTINGAR)

Þegar áfangastaður er sleginn inn í leiðsögukerfið er sjálfkrafa kveikt á PEO-eiginleika bílsins. PEO-eiginleikinn notar landfræðileg gögn til að spá fyrir um veginn fram undan og skipta á hugvitssamlegan máta á milli rafmótorsins og bensínvélarinnar til að hámarka sparneytni. Þetta lágmarkar líka útblástur í innanbæjarakstri.

ENDURHEIMT HEMLAORKU

Um leið og fóturinn er tekinn af inngjafarfótstiginu í tengiltvinnbíl, sama hvaða stilling er virk, verður endurnýting hemlaorku virk og hægir rólega á bílnum um leið og hún umbreytir aflinu til að lengja endingu rafhlöðunnar. Notkun hemlafótstigs eykur magn orku sem er safnað.
ENDURHEIMT HEMLAORKU

FREKARI AÐSTOÐ FYRIR TENGILTVINNBÍLA

HVERNIG Á AÐ HLAÐA TENGILTVINNBÍLINN

HVERNIG Á AÐ HLAÐA TENGILTVINNBÍLINN

Einföld skref til að hlaða bílinn þinn heima eða á næsta áfangastað.
UPPSETNING TENGILTVINNBÍLSINS

UPPSETNING TENGILTVINNBÍLSINS

Til að nýta lykileiginleika og -búnað bílsins sem best er fyrsta skrefið að tengjast upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og setja upp fjarstýringar í1 snjallsíma.

1Aðeins samhæfir snjallsímar. Háð framboði þriðja aðila þjónustuaðila og sendistyrk farsíma.