Range Rover Velar

Range Rover Velar

FRAMÚRSTEFNULEGUR RANGE ROVER. FÆST NÚ EINNIG SEM TENGILTVINNBÍLL.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL SKOÐA TENGILTVINNBÍLA

HÖNNUN YTRA BYRÐIS

Fágaður og kraftmikill framhluti, samfelld miðlína og þéttur, mjókkandi afturhluti.

Smelltu til að hreyfa

HÖNNUN INNANRÝMIS

Sökktu þér í Range Rover Velar. Friðsælt afdrep og glæsilegur einfaldleiki bíða.

FÁGAÐ INNANRÝMI

FÁGAÐ INNANRÝMI

Búðu Range Rover Velar með sætum með fallegu áklæði á borð við gatað Windsor-leður, rúskinn eða ofið áklæði.
GÆÐAHANDVERK Í INNANRÝMI

GÆÐAHANDVERK Í INNANRÝMI

Fjölbreytt úrval klæðninga og lista, fyrir fjölbreyttan smekk, eru í boði til að gera innanrýmið enn fallegra. Farþegar þínir upplifa einstök þægindi í sætum klæddum Windsor-leðri með tíglamynstri.
SKIPTUR ARMPÚÐI

SKIPTUR ARMPÚÐI

Í innanrými Range Rover Velar er að finna notadrjúgan og fágaðan búnað á borð við tvo aðskilda armpúða á brautum. Þú stillir, hallar þér aftur og slakar á.

HELSTU ATRIÐI

FÁGUN OG MUNAÐUR

FÁGUN OG MUNAÐUR

Blanda nútímalegs lúxus og margrómaðrar fágunar tryggir að akstur Range Rover Velar er draumi líkastur.
TÆKNI

TÆKNI

Finndu fljótt það sem þú leitar að án þess að týnast í völundarhúsi valmynda, skjámynda og falinna eiginleika. Pivi, upplýsinga- og afþreyingarkerfi Range Rover Velar, er búið einföldu snertiskjásviðmóti sem býður upp á meiri skilvirkni og skemmtun.
AFKÖST

AFKÖST

Þú finnur vél fyrir þig, hvort sem þú sækist eftir afli og spennu eða sparneytni og afslöppuðum akstri. Öll línan er búin Stop/Start-tækni, auk þess sem nokkrar bensín- og dísilvélar eru búnar Mild Hybrid-tækni.

VELDU ÞÉR GERÐ

Finndu þinn Range Rover Velar.

RANGE ROVER VELAR 

RANGE ROVER VELAR 

Range Rover Velar er í fararbroddi í smekklegri hönnun. Stílhreinn og fágaður bíll sem afgerandi og nútímalega útgeislun. Þýður krafturinn og fyrirhafnarlaus fágunin sameinast með ómótstæðilegum hætti í þessu einstaka dæmi um nútímalega bílhönnun.
RANGE ROVER VELAR S

RANGE ROVER VELAR S

Í Range Rover Velar S koma saman einstök fágun og nútímaleg hönnun, með LED-aðalljósum með einkennandi dagljósum, sætum klæddum fínunnu götuðu leðri og nettengingarpakka með gagnaáskrift*.
RANGE ROVER VELAR SE

RANGE ROVER VELAR SE

Enn glæsilegri hönnun. Gljátindrandisilfraðar 20" 7014-felgur undirstrika nútímaleg yfirbragð Range Rover Velar SE sem býður upp á aukna hugarró blindsvæðishjálparpakkans og sjálfvirks hraðastillis.
RANGE ROVER VELAR R-DYNAMIC S

RANGE ROVER VELAR R-DYNAMIC S

Range Rover Velar R‑Dynamic er ábúðarmikill, með gljáfægðar koparskreytingar á stuðurum og loftunarop á vélarhlíf og hliðum, sem draga enn betur fram fágað og nútímalegt útlitið. Merkið á vélarhlífinni, letrið á afturhleranum og grillið eru með Shadow Atlas-áferð.
RANGE ROVER VELAR R-DYNAMIC SE

RANGE ROVER VELAR R-DYNAMIC SE

Range Rover Velar R-Dynamic SE geislar af fáguðu afli. Hann hreinlega krefst athygli með sínar satíndökkgráu 20" 1032-felgur og margskiptu LED-aðalljósum með einkennandi dagljósum. Hann er einnig búinn búnaði á borð við blindsvæðishjálparpakka.
RANGE ROVER VELAR R-DYNAMIC HSE

RANGE ROVER VELAR R-DYNAMIC HSE

Stíll og notagildi ráða öllu í Range Rover Velar R-Dynamic HSE. Fallegur búnaður á borð satíndökkgráar 21" 5109-felgur og sæti klædd götuðu Windsor-leðri falla fullkomlega að MeridianTM 3D Suround-hljóðkerfi og búnaði akstursaðstoðarpakkans.
RANGE ROVER VELAR EDITION

RANGE ROVER VELAR EDITION

Framúrstefnulegt útlit Range Rover Velar er tekið skrefinu lengra í Velar Edition. Opnanlegur þakgluggi, svartur áherslulitur á þaki og svartar skreytingar kynna til sögunnar áður óþekkta framúrstefnuhönnun sem er undirstrikuð á smekklegan hátt með svörtum 20" felgum. Bíllinn er fáanlegur í ýmsum litum og lakkáferðum á ytra byrði.

PLUG-IN HYBRID

Er búinn 4 strokka 2,0 Si4 300 hestafla 4WD-bensínvél og 143 hestafla (105 kW) rafmótor. Undirliggjandi tækni verður snjallari og sjálfbærari með hverjum deginum sem líður.

SKOÐA NÁNAR

RANGE ROVER VELAR-GERÐIR

RANGE ROVER VELAR-GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.
SKOÐA GERÐIR
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
MYNDASAFN

MYNDASAFN

List Range Rover Velar.
SKOÐA MYNDASAFN

Skoða tölur úr WLTP-prófunum
Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Koltvísýringslosun, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

* Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið eru vörumerki Trifield Productions Ltd.

Hafðu í huga að staðalbúnaði kann að vera skipt út þegar aðrir útlitspakkar eru valdir. Staðalbúnaður kann einnig að fara eftir vali á vél og gírkassa.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Tilteknum búnaði fylgir áskrift sem krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.