DEFENDER 130

DEFENDER 130

RÝMI TIL AÐ NJÓTA ÆVINTÝRANNA SAMAN
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

HÖNNUN YTRA BYRÐIS

Auðþekkjanlegar útlínur með nýrri hönnun. Defender 130 sameinar form og notagildi til að skapa afgerandi útlit.

AFGERANDI NÆRVERA

Einstakur bíll sem mælist 5358 mm frá framenda að varadekki að aftan. Hrífandi hönnunin fer ekki framhjá neinum, hvort sem á vegi eða torfærum. Defender 130 býður upp á framúrskarandi blöndu rýmis og akstursgetu.

RÚMGÓÐ UPPLIFUN

Opnanlegur þakgluggi baðar fyrstu tvær sætaraðirnar í náttúrulegri birtu um leið og viðbótarþakgluggi, sem aðeins er að í boði með Defender 130, býður farþegum í þriðju sætaraðarinnar upp á sömu einstöku Defender-upplifun og öðrum í bílnum.

EINSTAKT ÚTLIT

Allt við Defender 130 geislar frá sér lágstemmdu öryggi, hvort sem horft er til afgerandi stöðunnar eða fágaðra yfirborðsflatanna. Samlit varadekkshlífin fellur fullkomlega að fagurfræði bílsins.

HÖNNUN INNANRÝMIS

Defender 130 er nú með þriðju sætaröðina og enn með mesta rýmið í flokki sambærilegra bíla, fyrir allt að átta farþega. Einstakar skreytingar hleypa enn meira lífi í fágaða hönnun innanrýmisins.

HÖNNUNARATRIÐI

HÖNNUNARATRIÐI

Defender 130 er hannaður til að bjóða upp á notadrjúgt og fallegt innanrými, með skreytingum á borð við gljákrómaða lista og viðarklæðingu.
11,4" SNERTISKJÁR

11,4" SNERTISKJÁR

Með 11,4" snertiskjá. Stór sveigður skjárinn og aukið birtustig notendaviðmóts birtir stærri hluta af leiðinni framundan í leiðsögn.
LÚXUSLEÐUR

LÚXUSLEÐUR

Gatað Windsor-leður, sem er í boði ljósbrúnt og ljósgrátt, gerir innanrými Defender 130 enn fallegra.

ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

Njóttu ævintýranna í botn, hvar sem er, með hverjum sem er.

ÞÆGINDI Í ÞRIÐJU SÆTARÖÐ

ÞÆGINDI Í ÞRIÐJU SÆTARÖÐ

Þægindin eru alltaf í fyrirrúmi í Defender 130, sama hvar þú situr. Farþegar í þriðju sætaröð njóta framúrskarandi fótarýmis og breiðrar sessu, auk þess að hafa aðgang að glasahöldurum, armpúðum og USB-C hleðslutengjum.
STAÐALBÚNAÐUR

STAÐALBÚNAÐUR

Innanrými Defender 130 er vel búið staðalbúnaði fyrir aksturinn, svo sem 11,4" snertiskjá, miðstokki, ofnum gólfmottum og teppalögðu farangursrými.
FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING

FJÖGURRA SVÆÐA HITA- OG LOFTSTÝRING

Þriggja svæða hita- og loftstýring býður upp a hita og kælingu á öllum þremur svæðunum á meðan fjögurra svæða hita- og loftstýring býður upp á aðskilda stjórnun fyrir allar sætaraðirnar þrjár.
NOTADRJÚGT FARANGURSRÝMI

NOTADRJÚGT FARANGURSRÝMI

Defender 130 býður upp á nægt pláss fyrir farangurinn, jafnvel þegar þriðja sætaröðin er í notkun. Ef þörf er á meira plássi er þriðja sætaröðin felld niður til að stækka farangursrýmið upp í 1232 lítra*.

PAKKAR Í BOÐI

Sérsníddu Defender enn frekar með útlitspökkum á ytra byrði.

ÚTLITSPAKKAR FYRIR YTRA BYRÐI

ÚTLITSPAKKAR FYRIR YTRA BYRÐI

Einfalt að sérsníða Defender 130. Til dæmis er hægt að velja á milli fjögurra útlitspakka fyrir ytra byrði:
– Svartur pakki – Bjartur útlitspakki – Ítarlegur svartur pakki – Ítarlegur bjartur útlitspakki Notaðu hönnunarsvæðið til að setja saman hinn fullkomna Defender 130.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

AUKAHLUTAPAKKAR

Ótakmarkaðir möguleikar. Gerðu bílinn að þínum með einhverjum af pökkunum fjórum hér að neðan.

KÖNNUÐARPAKKI

KÖNNUÐARPAKKI

Veldu þína eigin leið, óháð undirlagi. Könnuðarpakkinn býr Defender undir að takast á við erfiðustu torfærur.
ÆVINTÝRAPAKKI

ÆVINTÝRAPAKKI

Njóttu þín á ókönnuðum slóðum. Ævintýrapakkinn býr Defender undir að takast á við óvissu hinna ótroðnu slóða.
SVEITAPAKKI

SVEITAPAKKI

Smelltu þér í stígvélin. Sveitapakkinn býr Defender undir að takast á við veður og vinda og tryggir þér ógleymanlega ferð.
INNANBÆJARPAKKI

INNANBÆJARPAKKI

Sigraðu malbikið. Innanbæjarpakkinn tryggir að Defender sker sig úr í innanbæjarakstrinum með gullfallegum stíl, öryggi og afgerandi stöðu.

HJÁLP VIÐ AÐ VELJA

Svaraðu þremur einföldum spurningum til að finna fullkominn aukahlutapakka fyrir Defender.
HEFJAST HANDA

SKOÐA NÁNAR

LAND ROVER DEFENDER GERÐIR

LAND ROVER DEFENDER GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.
MYNDASAFN

MYNDASAFN

Áhersla á smáatriði í bílunum okkar hefur ávallt verið í fyrirrúmi.

*Blautvigt er staðlað gildi sem mælt er með því að fylla farangursrýmið af vökva.