SKOÐA DISCOVERY SPORT
<h3><br></h3><strong> SKOÐA DISCOVERY SPORT</strong>

FJÖLHÆF HÖNNUN

RÚMGÓÐ SÆTI

Allt að sjö sæti og einstaklega rúmgott opið geymslurými í fremri miðstokki tryggir1að öll fjölskyldan nýtur ökuferðarinnar í fallegu og þægilegu innanrýminu.

PLÁSS FYRIR ALLT

Allt að 75 kg burðargeta á þaki skapar rými fyrir farangursbox, reiðhjól og annan búnað.

HNÖKRALAUSIR TENGIMÖGULEIKAR

Rafhlaðan tæmist aldrei með USB-C innstungu fyrir hverja sætaröð og fleiri vöttum sem skila hraðari hleðslu.

FYRIR NÆSTU ÆVINTÝRI

FOR YOUR NEXT ADVENTURE

ÁRÆÐIN HÖNNUN

Gljásvartir sílsar og gljásvart grill með einkennandi Discovery-sexhyrningamynstri eru undirstrikuð með samlitum hlífum og Narvik-gljásvartri Discovery-áletrun á vélarhlíf.

LÍFLEGT YFIRBRAGÐ

Einkenni Discovery eru greinileg í afgerandi stöðu, hækkandi miðlínu og auðþekkjanlegum þakbitanum að aftan. Í boði með 21 tommu og 19 tommu álfelgum með gljásvartri eða demantsslípaðri áferð.

FALLEGUR LITUR

Discovery Sport Dynamic er með samlitar dráttaraugahlífar og gljásvarta sílsa til að ramma inn kraftmikið og nútímalegt útlitið.

EINFÖLD STJÓRNTÆKI

Stjórnaðu öllum þáttum akstursins á þægilegan hátt með nýjum 11,4 tommu sveigðum Pivi Pro-2 snertiskjá með fljótandi yfirbragði. Ný gírstöng býður upp á áreynslulausa og áþreifanlega stjórn.

TRYGGÐ ÞÆGINDI

Fjölbreytt úrval áklæða á sæti, þ. á m. Luxtec-áklæði og rúskinn, tryggja þægilega setu hvar sem er í bílnum. DuoLeather-áklæði eða Windsor-leður er í boði í ýmsum litum.

MIKIÐ ÚTSÝNI

Fylltu Discovery Sport náttúrulegri birtu og tryggðu betra útsýni úr öllum sæti með þakglugga, sem í boði er sem aukabúnaður.

HUGVITSSAMLEG TÆKNI

GÓÐ TENGING

Settu næsta ævintýri fjölskyldunnar í gang með Pivi Pro2 upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Nýr fljótandi 11,4 tommu sveigður snertiskjárinn veitir tveggja snertinga aðgang að 90 prósentum allra eiginleika.

GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR

12,3 tommu gagnvirkur ökumannsskjár í mikilli upplausn setur upplýsingar um bílinn og aksturinn, sem og leiðsögn, í sjónlínu ökumannsins. Varpaðu lykilupplýsingum á framrúðuna með sjónlínuskjánum4.

TÆRT LOFT

Lofthreinsikerfi fyrir farþegarými Discovery Sport, sem búið er fullkomnustu1lofthreinsitækni sem völ er á í flokki sambærilegra bíla, síar og hreinsar ryk og örverur úr lofti í innanrými bílsins um2 leið og það vaktar styrk koltvísýrings til að tryggja vellíðan fjölskyldunnar.

NETTENGD ÞÆGINDI

Samfelld tengigeta fyrir alla fjölskylduna með Amazon Alexa, tengingu við ský og Apple CarPlay®7 , auk þess sem hægt er að fá bílinn afhentan með heitum WiFi-reit með gagnaáskrift. Haltu tengingu við bílinn þinn í gegnum fjartengingu með Land Rover Remote Skill8.

ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA

Þráðlaus hleðsla fyrir tæki3 og tengimöguleikar gera þér kleift að hlaða samhæfa snjallsíma og minnka óreiðu í farþegarýminu.

AUKIN SPARNEYTNI

TENGILTVINNBÍLL

Þú ferð alla þínar daglegu ferðir eingöngu á rafmagninu. Discovery Sport tengiltvinn er með allt að 61 km rafmagnsdrægni.

TÆKNILÝSING RAFKNÚINNA HYBRID-AFLRÁSA

WLTP RAFMAGNSDRÆGNI (ALLT AÐ)

61 KM**

Áætluð raundrægni allt að 47km.

LOSUN2 KOLTVÍSÝRINGS (FRÁ)

33 G/KM**

Enginn útblástur í EV-stillingu.

HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM (FRÁ)

30 MÍNÚTUM

Hraðhleðsla með jafnstraumi frá 0 til 80 prósent á um 30 mínútum.

HLEÐSLA HEIMA VIÐ (FRÁ)

2 KLUKKUSTUNDIR OG 12 MÍN.

Allt að 100% með 7 kW riðstraumshleðslutæki fyrir heimili.

ÁREIÐANLEG AKSTURSGETA

CONFIDENT CAPABILITY

ALLS KONAR FLUTNINGAR

Allt að 2500 kg* dráttargeta Discovery Sportgerir þér kleift að draga allt frá litlum kerrum upp í stórar hestakerrur.

SVEIGJANLEG TÆKNI

Discovery Sport býður upp á öruggan akstur við allar aðstæður með aldrifi, torfæruhraðastilli og Terrain Response 2.

HÁMARKSGRIP

Upplifðu öryggi við akstur í hvers kyns torfærum með spólvörn, GRC-hemlastjórnun, brekkuaðstoð og hallastýringu.

SKOÐA NÁNAR

DISCOVERY SPORT-GERÐIR

DISCOVERY SPORT-GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.
YFIRLIT

YFIRLIT

Gerðu meira í Discovery Sport.

**Skoða tölur úr WLTP-prófunum
Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Losun koltvísýrings2, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

Blautvigt: Mæld með því að líkja eftir vökvafylltu farangursrými.

*Dráttur hefur mikil áhrif á drægi á rafmagni.

Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, svo sem aldri, ástandi, hitastigi og fyrirliggjandi hleðslu rafhlöðu, hvernig hleðsla er notuð og lengd hleðslunnar.

1Í samanburði við lokaðan flokk keppinauta, gilti 03/03/23.

2Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

3Aðeins samhæfir snjallsímar.

4Krefst rúðu sem dökknar í sólarljósi á sumum mörkuðum. Akstursleiðsögn á framrúðunni birtist einungis þegar Pivi Pro er uppsett í bílnum.

5Ef notendur sem nota tvískipt eða margskipt gleraugu eiga í erfiðleikum með að ná fókus á stafrænu ClearSight-baksýnismyndina geta þeir notað baksýnisspegilinn þegar það hentar. Myndin er ekki í rauntíma. Kannið umhverfi til að tryggja öryggi. Fellur undir gildandi lög.

6ClearSight-myndavél reiðir sig á þrívíða umhverfismyndavél. Myndin er ekki í rauntíma. Kannið umhverfi til að tryggja öryggi. Fellur undir gildandi lög.

7Bíllinn býður upp á notkun Apple CarPlay. Þjónustan sem boðið er upp á í Apple CarPlay ræðst af eiginleikum sem boðið er upp á í þínu landi. Frekari upplýsingar er að finna á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.

8Land Rover Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover. Sækja þarf Land Rover Remote-forritið á Apple App Store / Google Play Store.

9Meðallengd daglegs aksturs (51 km) er reiknuð út frá InControl-gögnum frá 30 markaðssvæðum um allan heim frá Discovery Sport-bílum frá 2019 til 2022. Miðað við fullhlaðna rafhlöðu.

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.

Hafðu í huga að staðalbúnaði kann að vera skipt út þegar aðrir útlitspakkar eru valdir. Staðalbúnaður kann einnig að fara eftir vali á vél og gírkassa.

Aukabúnaður og framboð á honum geta verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða geta krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fulla stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum. Upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Tilteknum búnaði fylgir áskrift sem krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.