DISCOVERY SPORT

DISCOVERY SPORT

FJÖLHÆFI SMÁJEPPINN. FÆST NÚ EINNIG SEM TENGILTVINNBÍLL
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

HÖNNUN YTRA BYRÐIS

Í Discovery Sport finnurðu áræðna útfærslu á helstu einkennum Discovery.

Smelltu til að hreyfa

HÖNNUN INNANRÝMIS

Farþegarými Discovery Sport býður upp á sveigjanleika eftir þínum þörfum.

FYRSTA FLOKKS EFNI

FYRSTA FLOKKS EFNI

Boðið er upp á fjölbreyttar litasamsetningar og sætisefni svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, þ. á m. önnur efni en leður. Auk þess er hægt að velja á milli fimm mismunandi lista í innanrýmið.
ÞÆGILEG SÆTI

ÞÆGILEG SÆTI

Sætin í Discovery Sport eru bæði einstaklega falleg og þægileg og með vali um aftursæti sem hægt er að renna til og halla er sveigjanleikinn enn meiri. Láttu líða úr þér í DuoLeather-áklæði, Windsor-leðri eða Luxtec-áklæði og rúskinni í vönduðu innanrýminu.
HUGVITSAMLEG GEYMSLA

HUGVITSAMLEG GEYMSLA

Rúmgott farangursrýmið, með þeim stærstu í flokki sambærilegra bíla, tryggir rými fyrir það sem þarf, hvort sem er innkaupin, farangurinn eða eitthvað annað og meira. Hugvitssamlegar geymslulausnir í farþegarýminu gera þér kleift að geyma allt það smáa sem þarf að hafa við höndina.

HELSTU ATRIÐI

SVEIGJANLEIKI

SVEIGJANLEIKI

Sveigjanleikinn er innbyggður eins og gefur að líta í innanrýminu sem er hannað til að takast á við fjölbreyttar aðstæður með stillanlegri 5+2 sætaskipan.
TÆKNI

TÆKNI

Finndu fljótt það sem þú leitar að án þess að týnast í völundarhúsi valmynda. Upplýsinga- og afþreyingarkerfi Discovery Sport, Pivi Pro1, er búið einföldu viðmóti sem býður upp á meiri skilvirkni og skemmtun.
AKSTURSGETA

AKSTURSGETA

Margrómuð akstursgeta Discovery Sport ræður við erfiðustu aðstæður. Discovery Sport hefur allt til að bera, hvort sem um ræðir frábæra dráttargetu eða einstaka akstursgetu í torfærum.

VELDU GERÐ

Kynntu þér fjölbreytta samsetningu hönnunar, afkasta og tækni.

DISCOVERY SPORT

DISCOVERY SPORT

Það er stíll yfir fjölskylduferðinni í þessari tæru útfærslu Discovery Sport.
DISCOVERY SPORT S

DISCOVERY SPORT S

Rennilegar 18" 5075-felgur skreyta ytra byrðið og innanrýmið, klætt mjúku DuoLeather-áklæði, er búið Pivi Pro1 nettengingarpakka með gagnaáskrift2.
DISCOVERY SPORT SE

DISCOVERY SPORT SE

Discovery Sport SE býður upp á einstaka akstursupplifun, hvort sem litið er til LED-aðalljósa með einkennandi dagljósum, MeridianTM-hljóðkerfisins, blindsvæðishjálparpakkans eða sjálfvirka hraðastillisins.​
DISCOVERY SPORT R-DYNAMIC S

DISCOVERY SPORT R-DYNAMIC S

Discovery Sport R-Dynamic S er sportlega útfærslan, með lágstemmdum og stílhreinum 18" 5074-felgum, DuoLeather-áklæði í innanrými og auknum tengimöguleikum í gegnum Pivi Pro1 og nettengingarpakka með gagnaáskrift2.
DISCOVERY SPORT R-DYNAMIC SE

DISCOVERY SPORT R-DYNAMIC SE

Discovery Sport R-Dynamic S er sér á báti með einstöku ytra byrði og áferðarfallegu innanrými, MeridianTM-hljóðkerfi og blindsvæðishjálparpakka.
DISCOVERY SPORT R-DYNAMIC HSE

DISCOVERY SPORT R-DYNAMIC HSE

Discovery Sport R-Dynamic HSE er búinn demantsslípuðum 20" 5089-felgum með gljádökkgráum áherslulit og rafdrifnum, Windsor-leðurklæddum framsætum með minni og 14 stillingum, til viðbótar við annan staðalbúnað Discovery Sport R-Dynamics.
URBAN EDITION

URBAN EDITION

Rennileg hönnun einkennir Discovery Sport Urban Edition. Hægt er velja um fimm liti, auk þess sem hann er búinn 18" 5075-felgum og dökkum állistum.

Í BOÐI SEM TENGILTVINNBÍLL

Discovery Sport Plug-in Hybrid er fullkominn fyrir daglegan akstur jafnt sem ævintýri með fjölskyldunni, með alrafknúnum akstri án útblásturs og jafnstraumshraðhleðslu.

SKOÐA NÁNAR

HELSTU ATRIÐI

HELSTU ATRIÐI

Akstursgeta og sveigjanleiki í jöfnum hlutföllum.
DISCOVERY SPORT-GERÐIR

DISCOVERY SPORT-GERÐIR

Skoðaðu alla línuna.
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.
AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

Mótaðu Discovery Sport eftir eigin höfði.

††Skoðaðu tölur úr WLTP-prófunum.

Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Koltvísýringslosun, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

1Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila Land Rover.
2Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

Meridian er skrásett vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.