ÞRÁÐLAUSAR HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

ÞRÁÐLAUSAR HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

ALLTAF TENGDUR, ALLTAF UPPFÆRÐUR

Land Rover-bíllinn þinn er sérlega tæknivæddur og hann er uppfærður yfir netið, rétt eins og snjallsíminn þinn. Með þráðlausum uppfærsluhugbúnaði verður bíllinn ávallt uppfærður og tilbúinn í ævintýrið framundan. Með innbyggðri gagnatengingunni í Land Rover-bílnum er sjálfkrafa hægt að hlaða nýjasta hugbúnaðinum niður, þér að kostnaðarlausu. Ekki þarf að setja uppfærslurnar upp samstundis – þú getur tímasett uppfærslur með allt að tveggja vikna fyrirvara og valið þér hentugan tíma.

SVONA SETURÐU UPP HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUNA

SKREF 1 – HEFJA UPPFÆRSLU

SKREF 1 – HEFJA UPPFÆRSLU

Þegar uppfærsla er tiltæk sérðu skilaboð með tveimur valkostum á snertiskjánum: „Update now“ eða „Schedule“ (uppfæra strax eða tímasetja). Ef þess er óskað skaltu samþykkja skilmálana til að halda áfram.
SKREF 2 – UPPSETNING

SKREF 2 – UPPSETNING

Þegar þú ert tilbúin(n) ýtirðu á „Update now“. Í sumum uppfærslum þarf bíllinn að vera læstur, með virk öryggiskerfi og ekki í gangi til að uppfærslan geti hafist. Í þeim tilfellum geturðu ekki notað bílinn á meðan uppsetningin stendur yfir. Land Rover-bíllinn veitir þér upplýsingar um það hvenær slíkar uppfærslur eru nauðsynlegar.
SKREF 3 – TÍMASETNING VALIN

SKREF 3 – TÍMASETNING VALIN

Ef uppfærsla krefst þess að bíllinn sé ekki í gangi geturðu valið tímasetningu sem hentar þér. Hægt er að tímasetja uppfærslur með allt að tveggja vikna fyrirvara.
SKREF 4 – UPPSETNINGU LOKIÐ

SKREF 4 – UPPSETNINGU LOKIÐ

Þegar uppsetningunni er lokið birtist tilkynning á snertiskjánum sem upplýsir þig um að uppsetningin hafi tekist. Nú geturðu notið nýjasta hugbúnaðarins fyrir Land Rover.

ÚTGÁFUUPPLÝSINGAR UM HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLU

Þú getur skoðað innihaldið í öllum hugbúnaðarútgáfum með tenglunum hér að neðan:

OPEN ALL
OS 2.0.4
OS 2.0.5
OS 2.0.6

HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

Flestar hugbúnaðaruppfærslur kalla á að þú samþykkir þær handvirkt áður en þær eru settar upp. Hins vegar getur endrum og eins komið fyrir að bíllinn uppfærist sjálfkrafa til að tryggja öryggi eða fullnægjandi viðhald á kerfum hans. Þú þarft ekkert að gera í tengslum við sjálfvirku uppfærslurnar, engin tilkynning birtist á snertiskjánum og þú getur ekið bílnum eins og vanalega.

HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR – ALGENGAR SPURNINGAR

Hefurðu spurningar varðandi hugbúnaðaruppfærslur?
Svör við algengum spurningum geta hjálpað
HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR – ALGENGAR SPURNINGAR