SKOÐA RANGE ROVER VELAR

RANGE ROVER VELAR
Range Rover Velar Reductive Design
NÁKVÆMNI

NÁKVÆMNI

Range Rover Velar er búinn sérvöldum og fáguðum einkennum, þar á meðal nýrri grillhönnun í ýmsum tæknilegum útfærslum, til að fínstilla hlutföll bílsins.
Range Rover Velar Reductive Design
STÍLHREIN FÁGUN

STÍLHREIN FÁGUN

Stílhrein fágun nýja miðstokksins felur í sér rausnarlegt geymslurými og þægindi þráðlausrar hleðslu.

FRAMÚRSKARANDI TÆKNI

NÆSTA KYNSLÓÐ AF PIVI PRO

NÆSTA KYNSLÓÐ AF PIVI PRO

Pivi Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar,1 sem unnið hefur til verðlauna, inniheldur öll stjórntæki á nýjum 11,4” sveigðum miðlægum snertiskjá úr gleri. Úr verður stílhreint og fágað mælaborð með hugvitssamlegri stýringu á hljóðstyrk, hita- og loftstýringu og sætisstillingu.
UMLYKJANDI HLJÓMUR

UMLYKJANDI HLJÓMUR

Mögnuð hljóðupplifun. Kraftmikla MeridianTM Signature-hljóðkerfið býður upp á frábæran hljómflutning með allt að 23 hátölurum og 1300 W magnara.
NETTENGD ÞÆGINDI

NETTENGD ÞÆGINDI

Nettengingarpakki2 býður upp á hnökralausa tengingu með aðgangi að innbyggðum forritum eins og Amazon Alexa og Spotify. Þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur halda bílnum uppfærðum.
ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA

ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA

Þráðlaus hleðsla fyrir tæki og tengimöguleikar gera þér kleift að hlaða samhæfa snjallsíma og minnka óreiðu í farþegarýminu.
AKSTURSAÐSTOÐ

AKSTURSAÐSTOÐ

Veldu úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að gera þér bæði auðveldara að aka og leggja. Þú hefur beinan aðgang að akstursaðstoðarstillingunni á nýja stýrinu.

NÚTÍMALEGUR LÚXUS

ENDURNÆRANDI ÞÆGINDI

ENDURNÆRANDI ÞÆGINDI

Sætishönnun með betri stuðningi og sérsniðnum sessum er endurbætt með framsætum með 20 stillingum, nuddi og minni og aftursætum með rafdrifinni hallastillingu. Einnig er hægt að fá hita og kælingu í framsætum.

RAFMÖGNUÐ AFKÖST

HYBRID-RAFBÍLL

HYBRID-RAFBÍLL

Range Rover Velar-tengiltvinnbíllinn (PHEV) býður upp á allt það besta með hybrid-tækni sem sameinar 105 kW rafmótor og Ingenium-bensínvél. Njóttu snurðulauss aksturs á raforku með allt að 65km vottuðu drægi**.

HYBRID (PHEV) TÆKNIUPPLÝSINGAR

WLTP DRÆGI Á RAFMAGNI (ALLT AÐ)

65 KM**

Áætlað drægi við raunaðstæður samkvæmt er allt að 51 km.

LOSUN2 KOLTVÍSÝRINGS (FRÁ)

38 G/KM**

Enginn útblástur í EV-stillingu.

HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM (FRÁ)

30 MÍNÚTUM

Hraðhleðsla með jafnstraumi frá 0 til 80 prósent á 30 mínútum

HLEÐSLA HEIMA VIÐ (FRÁ)

2,5 KLUKKUSTUNDUM

Allt að 100 prósent með 7 kW riðstraumshleðslutæki fyrir heimili.

TRAUSTVEKJANDI EIGINLEIKAR

Range Rover Velar Driving Dynamics
Range Rover Velar Optimum Traction
Range Rover Velar Adaptable Technologies

SÉRHANNAÐ SÉRSNIÐ

LAGAÐUR AÐ ÞÉR

LAGAÐUR AÐ ÞÉR

Úrval pakka og aukabúnaðar. Val um liti, felgur og aukabúnað á þak. Þetta er þinn Range Rover Velar.

SKOÐA NÁNAR

GERÐIR OG TÆKNILÝSINGAR

GERÐIR OG TÆKNILÝSINGAR

Skoðaðu úrvalið
RANGE ROVER VELAR

RANGE ROVER VELAR

Fágaður glæsileiki.
NÝSKÖPUN

NÝSKÖPUN

Tækni sem undirstrikar hönnun

*Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunverulegar tölur kunna að vera aðrar. Losun koltvísýrings, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, svo sem aldri, ástandi, hitastigi og fyrirliggjandi hleðslu rafhlöðu, hvernig hleðsla er notuð og lengd hleðslunnar.

1Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

2Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Hefðbundin 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

3Texcell research, 2020 framkvæmdar fyrir og niðurstöður útvegaðar af Panasonic.

Hafðu í huga að staðalbúnaði kann að vera skipt út þegar aðrir útlitspakkar eru valdir. Staðalbúnaður kann einnig að fara eftir vali á vél og gírkassa.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Tilteknum búnaði fylgir áskrift sem krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.

Apple CarPlay® er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. kunna að gilda.

Android AutoTM er vörumerki Google LLC.

App Store er vörumerki Apple Inc.

Google Play Store er vörumerki Google LLC.

MeridianTM er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. TrifieldTM og „three fields“-tækið eru vörumerki Trifield Productions Ltd.