<h3>DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVI / ADBLUE®</h3>

EURO 6, DÍSILVÉLAR OG SCR-KERFI: ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA

HVAÐ ER DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVI / AdBlue®?

Dísilútblástursvökvi (DEF), einnig þekktur sem AdBlue®, er litlaus, lyktarlaus og óeldfimur vökvi sem er ekki eitraður. Hann er geymdur í sérstökum geymi í bílnum þaðan sem honum er sprautað inn í útblásturskerfið til að hreinsa útblástur. SCR-tækni er notuð í öllum dísilbílum frá Land Rover af árgerð 2016. Hún gerir Land Rover kleift að uppfylla kröfur EU6-útblásturslöggjafarinnar með því að draga úr magni köfnunarefnisoxíðs (NOx) frá útblásturskerfinu um allt að 90%. Auk nýrrar kynslóðar hvarfakúts krefst SCR-tæknin notkunar DEF-vökva.

<h3>HVERNIG VEIT ÉG HVORT LÍTIÐ ER EFTIR AF DEF-VÖKVA/AdBlue®?</h3>

1. Fyrstu skilaboðin upplýsa ökumanninn um að staðan í DEF-geyminum hafi lækkað og áfylling sé ráðleg.
2. Öðrum skilaboðunum fylgir GULT viðvörunartákn og fram kemur að fylla þurfi á DEF-geyminn.
3. Með þriðju skilaboðunum er byrjað að telja niður þá vegalengd sem eftir er þangað til DEF-geymirinn tæmist. Eftir það verður ekki hægt að gangsetja bílinn.
4. Síðustu skilaboðunum fylgir RAUTT viðvörunartákn og það birtist þegar framangreind vegalengd er komin niður í núll. Fram kemur að ekki verði hægt að gangsetja bílinn aftur fyrr en fyllt hefur verið á DEF-geyminn.

SKOÐA STAFRÆNA HANDBÓK
DEF-VÖKVA/AdBlue® VIÐHALDIÐ

Mikilvægt er að viðhalda magni DEF-vökva í Land Rover-bílnum þínum þar sem löggjöf ESB kveður á um að ekki sé hægt að gangsetja vélina án hans. Skilaboðamiðstöðin í bílnum lætur þig vita með góðum fyrirvara þegar farið er að lækka í DEF-geyminum og minnir þig á að panta áfyllingu í tíma.Söluaðili Land Rover eða viðurkennt verkstæði fyllir einnig á geyminn við reglubundið viðhald. Leitaðu nánari upplýsinga í eigandahandbókinni.

SKOÐA STAFRÆNA HANDBÓK
RANGE ROVER

RANGE ROVER

STAÐSETNING AdBlue®-GEYMISINSÁfyllingarlok AdBlue®-geymisins er undir vélarhlífinni hægra megin. Frekari upplýsingar má finna í handbókinni.

RANGE ROVER SPORT

RANGE ROVER SPORT

STAÐSETNING AdBlue®-GEYMISINSÁfyllingarlok AdBlue®-geymisins er undir vélarhlífinni hægra megin. Frekari upplýsingar má finna í handbókinni.

RANGE ROVER EVOQUE

RANGE ROVER EVOQUE

STAÐSETNING AdBlue®-GEYMISINSÁfyllingarlok AdBlue®-geymisins er undir vélarhlífinni, fyrir neðan lokið á bremsuvökvageyminum. Frekari upplýsingar má finna í handbókinni.

NÝR DISCOVERY

NÝR DISCOVERY

STAÐSETNING AdBlue®-GEYMISINSÁfyllingarlok AdBlue®-geymisins er undir vélarhlífinni hægra megin. Frekari upplýsingar má finna í handbókinni.

DISCOVERY 4

DISCOVERY 4

STAÐSETNING AdBlue®-GEYMISINSÁfyllingarlok AdBlue®-geymisins er við hliðina á áfyllingarlokinu fyrir eldsneyti á hægri hlið bílsins að aftanverðu. Frekari upplýsingar má finna í handbókinni.

DISCOVERY SPORT

DISCOVERY SPORT

STAÐSETNING AdBlue®-GEYMISINSÁfyllingarlok AdBlue®-geymisins er undir vélarhlífinni efst til vinstri. Frekari upplýsingar má finna í handbókinni.

ALGENGAR SPURNINGAR
HVERNIG ATHUGA ÉG STÖÐU DEF-VÖKVA/ AdBlue®?

Upplýsingar um vegalengdina fram að næstu áfyllingu DEF-geymisins er alltaf að finna í skilaboðamiðstöðinni á mælaborðinu*. Fylgdu þessum einföldu skrefum:


1. Svissaðu á en ekki gangsetja vélina (gættu þess að vera með gildan snjalllykil inni í bílnum og ekki stíga á hemlafótstigið. Haltu START/STOP-hnappi vélarinnar inni þangað til viðvörunarljósin í mælaborðinu kvikna)
2. Ýttu á OK-hnappinn á stýrinu til að opna aðalvalmyndina (í sumum gerðum þarf að ýta oft á OK-hnappinn þangað til „Driver Assistance“ (aðstoð við ökumann) birtist)
3. Notaðu niðurörvarhnappinn á stýrinu til að fletta niður og velja „Vehicle Info“ (upplýsingar um bílinn)
4. Ýttu á OK-hnappinn til að staðfesta valið
5. Flettu niður til að velja „Diesel Exhaust Fluid“ (dísilútblástursvökvi) (í sumum gerðum stendur „Next Service“ (viðhald næst))
6. Ýttu á OK-hnappinn til að staðfesta valið. Staða DEF-vökvans er birt


*Sumir bílar geta ekki birt framangreindar upplýsingar. Nánari útskýringar má nálgast hjá söluaðila Land Rover / viðurkenndu verkstæði.

HVERSU OFT ÞARF ÉG AÐ FYLLA Á DEF-VÖKVANN/AdBlue®?

Notkun DEF-vökva getur verið mjög breytileg. Meðalnotkunarhlutfall getur verið 800 km/lítra, en þetta notkunarhlutfall getur orðið meira en tvöfalt hærra, allt eftir aksturslagi, ástandi vega og veðurskilyrðum.

HVAÐ GERIST EF DEF-VÖKVINN/AdBlue® KLÁRAST?

Ef dísilútblástursvökvinn klárast er ekki hægt að gangsetja Land Rover-bíllinn aftur eftir að drepið hefur verið á vélinni. Þetta er samkvæmt kröfum EU6-útblásturslöggjafarinnar. Fylla verður á geyminn með minnst 3,6 lítrum af AdBlue® til þess að hægt sé að gangsetja bílinn.

GET ÉG FYLLT Á DEF-GEYMINN?

Já, hægt er að kaupa 1,89 lítra flöskur af AdBlue® með lekavörn hjá söluaðila Land Rover eða viðurkenndu verkstæði til að fylla á geyminn. Þessar flöskur eru sérhannaðar til að vera þægilegar í notkun og koma í veg fyrir leka. Við mælum ekki með að fyllt sé á geyminn með ílátum af annarri gerð.
Ekki hella neinum öðrum vökva í DEF-geyminn eða dísilútblástursvökva sem uppfyllir ekki staðalinn ISO 22241-1 eða DIN 70070 þar sem það getur komið í veg fyrir að bíllinn starfi rétt.


Ef þú hellir óvart dísilútblástursvökva í eldsneytisgeyminn SKALTU EKKI gangsetja vélina heldur hringja tafarlaust í söluaðila Land Rover eða vegaaðstoð.


Aldrei má nota AdBlue®-dælur fyrir atvinnubifreiðar á bensínstöðvum þar sem rennslishraðinn er of mikill og veldur skemmdum á DEF-geymi bílsins.


Í eigandahandbókinni finnurðu leiðbeiningar um hvernig á að fylla á DEF-geyminn.

ER DEF-VÖKVI/AdBlue® HÆTTULEGUR?

Þó að dísilútblástursvökvi sé ekki hættulegur ætti að skoða leiðbeiningar á umbúðum og leita til læknis ef vökvinn kemst í snertingu við einhvern líkamshluta eða ef hann er innbyrtur fyrir slysni. Ef dísilútblástursvökvi kemst í snertingu við lakkið á Land Rover-bílnum skaltu einfaldlega þurrka hann af og skola svæðið með sápuvatni. Dísilútblástursvökvi getur aftur á móti skilið eftir bletti á klæðningum og fatnaði og ef hann hellist niður ætti að fjarlægja hann umsvifalaust með köldu vatni og rökum klút.

HVERNIG Á ÉG AÐ GEYMA DEF-VÖKVANN/AdBlue®?

Ávallt skal geyma dísilútblástursvökva í upprunalegu íláti og fylgja ráðleggingum framleiðanda um geymslu og meðhöndlun sem finna má á flöskunni. Aldrei skal geyma dísilútblástursvökva í bílnum.

HVAÐ ER EURO 6?

Euro 6 er hluti af Evrópulöggjöf sem hefur það að markmiði að gera bíla umhverfisvænni með því að takmarka útblástursefni frá þeim. Löggjöfin takmarkar hversu mikið köfnunarefnisoxíð (NOx) og vetniskolefnagas ökutæki má losa á hvern kílómetra.


Mismunandi takmarkanir gilda um bensín- og dísilbíla samkvæmt nýju Euro 6-löggjöfinni. Í dísilbílum hefur leyft magn NOx-útblásturs verið minnkað niður í 80 mg/km (úr 180 mg/km) og leyft magn vetniskolefna í útblæstri hefur verið minnkað niður í 170 mg/km (úr 230 mg/km). Leyft magn NOx-útblásturs í bensínbílum er áfram 60 mg/km og leyft magn vetniskolefna í útblæstri er áfram 100 mg/km.


Land Rover ber, líkt og öðrum bílaframleiðendum, lagaleg skylda til að fylgja þessum reglugerðum frá og með eftirfarandi dagsetningum:


Frá 1. janúar 2015 verða allir nýir bílar á markaði að uppfylla staðla Euro 6. Þetta tekur til allra nýrra gerða á markaðinum, til dæmis: Discovery Sport. Bílar sem eru þegar komnir í sölu verða að vera í samræmi við Euro 6 frá og með 1. september 2015 en:
Bíla sem þegar eru komnir í sölu og voru smíðaðir hjá og afhentir frá framleiðanda fyrir 1. júní 2015 má halda áfram að selja til 1. september 2016. Framleiðandinn verður hins vegar að sækja um undanþágu í slíkum tilvikum.


Söluaðili Land Rover veitir allar nánari upplýsingar um AdBlue® og þær má einnig finna í eigandahandbókinni.

*Þegar lítið er eftir af AdBlue® birtist tilkynning í skilaboðamiðstöðinni. Fylltu á AdBlue®-geyminn eins fljótt og auðið er. Hafa má samband við söluaðila Jaguar/Land Rover eða viðurkennt verkstæði til að bóka AdBlue®-áfyllingu. Ef með þarf er hægt að fylla á AdBlue® með því að nota áfyllingarflöskur með lekavörn sem hægt er að kaupa hjá söluaðila Jaguar/Land Rover eða viðurkenndu verkstæði. Meðalnotkun AdBlue® er 800 km á lítrann. Notkunin getur hins vegar verið mjög breytileg eftir aksturslagi, veðri og ástandi vegar.


AdBlue® er skráð vörumerki Verband der Automobilindustrie e. V. (VDA)