• Range Rover

  Range Rover

  Yfirburða þægindi og eiginleikar

 • Range Rover Sport

  Range Rover Sport

  Sá öflugasti og skemmtilegasti frá Land Rover

 • Range Rover Velar

  Range Rover Velar

  OKKAR FÁGAÐASTI OG AFKASTAMESTI JEPPI Í MILLISTÆRÐ

 • Range Rover Evoque

  Range Rover Evoque

  Einstakur og sannur Range Rover í þæglegri stærð

 • NÝR DISCOVERY

  NÝR DISCOVERY

  Fjölhæfasti jeppinn

 • Nýr Discovery Sport

  Nýr Discovery Sport

  Ævintýragjarn og fjölhæfur sportjeppi

Þessi Range Rover er fágaður og nútímalegur og býr yfir óviðjafnanlegum eiginleikum einstakrar arfleifðar sinnar.

GERRY MCGOVERN
HÖNNUNAR- OG SKÖPUNARSTJÓRI LAND ROVER

 • TÁKN UM SÍGILDA HÖNNUN

  Þegar hann kom fyrst á markað fyrir meira en 45 árum breytti hann hugmyndum fólks um torfæruakstur. Með árunum hefur hann orðinn að tákni fyrir hátind víðfrægrar breskrar hönnunar.

  Skoða hönnun
 • FRAMÚRSKARANDI AKSTURSGETA

  Fjölbreytt úrval framúrskarandi tækni skilar afkastagetu hvert sem undirlagið eða aðstæðurnar eru.

  Skoða akstursgetu
 • ÓVIÐJAFNANLEG FÁGUN

  Fágun er eðlislægur þáttur Range Rover. Hönnun hans er stílhrein og hugvitsamleg og miðar að vellíðan, friði, lúxus og þægindum.

  Skoða hönnun
 • EINI BÍLLINN SEM ÞÚ ÞARFT AÐ EIGA

  InControl Touch Pro er nýjasta kynslóð afþreyingarkerfa frá Land Rover, en með því er tengigeta og afþreyingargeta Range Rover aukin upp í hæstu hæðir. Leitaðu að bílastæði, streymdu uppáhaldstónlistinni eða láttu rekja bíl sem hefur verið stolið - með InControl verður lífið einfaldara.

  Skoða tækni

Hönnun

Sveigjanleiki

Þægindi og búnaður

Tækni

 • NÝJUNGAR
  NÝJUNGAR

  Við einsetjum okkur að framleiða vélar sem skila mestu afkastagetu, skilvirkni og sjálfbærni sem völ er á, allt frá TDV6-vélinni okkar til V8-vélarinnar með forþjöppu. Þess vegna notum við allt það nýjasta á sviði hönnunar, verkfræði og tækni.

 • AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM
  AKSTURSEIGINLEIKAR Á VEGUM

  Dynamic Response-veltingskerfi býður upp á enn betri stjórn með því að draga úr halla yfirbyggingar í beygjum. Margrómuð traust akstursstaðan einkennist af háu ökumannssæti sem veitir betra útsýni. Aksturinn er ávallt fumlaus og yfirvegaður.

 • GÓÐUR Í TORFÆRUM
  GÓÐUR Í TORFÆRUM

  Yfirbyggingin er úr gegnheilu áli og akstursgeta er lykilþáttur, sem þýðir að bíllinn er jafneftirtektarverður í torfærum og hann er á venjulegum vegum. Til dæmis má nefna að vaðdýpið nær upp í 900 mm.

 • AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN
  AÐSTOÐ FYRIR ÖKUMANN

  Range Rover er búinn fjölbreyttri aðstoð fyrir ökumann til að bæta akstursupplifun ökumanns og farþega. Framsækin hugsun, hönnun og verkfræði hafa sameinast um að skapa safn tæknieiginleika og búnaðar sem auðvelda þér að takast á við umferð, hraðbrautir og akstur í myrkri.

 • ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR
  ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR

  Hægt er að velja nudd í sætum með fimm stillingum bæði fyrir ökumann og farþega. Bæði í fram- og aftursætum er hægt að velja höfuðpúða með hliðarstuðningi og hallanleg aftursæti eru staðalbúnaður í öllum bílum.

 • UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI
  UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

  InControl er safn framúrskarandi tæknilausna sem tengja bæði þig og Range Rover við umheiminn. Hægt er að gera stöðluðu útgáfuna af InControl Touch Pro enn betri með því að bæta við tengingarpakkanum InControl Connect Pro.

Akstursgeta

Þaulprófaður

 • FJÖÐRUN
  FJÖÐRUN

  Ólíklegt er að þú reynir meira á Land Rover en við höfum þegar gert. Til að tryggja óviðjafnanlega breidd í aksturseiginleikum, bæði á vegum og í torfærum, hafa bílarnir undirgengist jafngildi tíu ára prófana við erfiðustu akstursskilyrði í heimi með fyrsta flokks prófunarbúnaði okkar.

 • VINDHRAÐI
  VINDHRAÐI

  Í veðurklefunum okkar getum við endurskapað verstu vindaðstæður sem Range Rover kemur til með að takast á við. Þá erum við ekki bara að tala um hliðarvind upp á 180 km/klst. heldur líka háan hita og logn. Aðeins með því að reyna öll kerfi til hins ýtrasta er hægt að tryggja áreiðanleika.

 • HEITT OG KALT UMHVERFI
  HEITT OG KALT UMHVERFI

  Við frystum bílana okkar við -40 °C og steikjum þá við 50 °C, bæði úti undir beru lofti og inni í veðurklefunum okkar. Að því loknu er vandlega farið yfir eiginleika og kerfi til að tryggja að þau uppfylli strangar kröfur okkar. Þetta er gert til að tryggja þægindi og hugarró, líka á allra afskekktustu stöðunum.

 • Í TORFÆRUM
  Í TORFÆRUM

  Við göngum úr skugga um að margrómaðir utanvegaeiginleikar bílanna okkar haldist í hverjum einasta bíl, hvort sem er við prófanir á ís í Arjeplog í Svíþjóð eða í eyðimerkursöndum Dubai. Frumgerðir eru þaulprófaðar á um það bil 8500 km torfærum leiðum.

Afköst

Sjálfbærni

 • SJÁLFBÆR HÖNNUN
  SJÁLFBÆR HÖNNUN

  Range Rover er hannaður með hliðsjón af endingartíma hans með það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum bílsins og heildaráhrifum hans á vistkerfið. Hver þáttur endingartímans var greindur með það að markmiði að draga úr álagi á náttúruauðlindir, nota sjálfbærari efni og halda úrgangsmyndun í lágmarki.

 • SNJÖLL STOP/START-TÆKNI
  SNJÖLL STOP/START-TÆKNI

  Til að tryggja mestu mögulegu sparneytni eru allar aflrásir í Range Rover-bílunum með búnaði til að draga úr losun koltvísýrings á borð við framúrskarandi Stop/Start-kerfi, sem bætir eldsneytisnotkun um 5 til 7 prósent. Kerfið drepur sjálfkrafa á vélinni í kyrrstöðu og gangsetur hana aftur um leið og þú tekur fótinn af hemlafótstiginu. Það er búið startara með samhliða segulliða með sérstökum aukarafgeymi til að hægt sé að gangsetja vélina samstundis.

 • SKILVIRKNI KNÝR SJÁLFBÆRNI
  SKILVIRKNI KNÝR SJÁLFBÆRNI

  Range Rover er til vitnis um þá skuldbindingu Land Rover að auka sjálfbærni í framleiðsluvörum sínum og starfsemi og þá staðföstu fyrirætlun að framleiða bíla sem skipta máli og eru eftirsóknarverðir. Létt álbygging og sérsniðnar aflrásir Range Rover eru svar við vaxandi þörf neytenda fyrir bíla sem uppfylla kröfur samfélagsins um minni losun kolefnis.

VELDU ÞÉR GERÐ

 • HSE
 • VOGUE
 • AUTOBIOGRAPHY
 • SVAutobiography DYNAMIC
 • SVAutobiography MEÐ LÖNGU HJÓLHAFI