RANGE ROVER EVOQUE
AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

RANGE ROVER EVOQUE<br>AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

PAKKAR Í BOÐI

Fjölbreytt úrval pakka er í boði til að sérsníða Range Rover Evoque enn frekar.

SVARTUR ÚTLITSPAKKI Á YTRA BYRÐI
SVARTUR R-DYNAMIC ÚTLITSPAKKI Á YTRA BYRÐI

AUKABÚNAÐUR FYRIR YTRA BYRÐI

Veldu lit á lakkið, þak og felgur sem falla að þínum smekk.

18" 5074-felgur

FELGUR

Undirstrikaðu ótrúlega fallega hönnun Range Rover Evoque með felgum að þínu vali. Hægt er að velja 17" til 21" felgur í fjölbreyttum litum og áferðum, þar á meðal satíndökkgráar, gljásvartar og demantsslípaðar með dökkgráum eða silfruðum áherslulit.​

AUKABÚNAÐUR FYRIR INNANRÝMI

Skapaðu enn þægilegra rými með því að velja efni, litaþemu, sóllúgu og fleira eftir þínum smekk.

OPNANLEGUR ÞAKGLUGGI

Opnanlegur þakglugginn1 fyllir innanrýmið dagsljósi og eykur tilfinninguna fyrir björtu og góðu rými Range Rover Evoque. Hægt er að velja samlitan, bronsaðan2 eða svartan áherslulit á þakið.
LITAÞEMU

LITAÞEMU

Veldu á milli áherslulitaþema og samfallandi litaþema fyrir áklæði á sætum, þar á meðal tinnusvart og ljósgrátt Morzine og tinnusvart rúskinn á þakklæðningu.
PAKKAR FYRIR INNANRÝMI

PAKKAR FYRIR INNANRÝMI

Þú getur sérsniðið innanrýmið enn frekar með fleiri pökkum á borð við gæðaleðurpakka í innanrými. Meðal annars er hægt að velja um úrvals ofnar gólfmottur, tinnusvart rúskinn á þakklæðningu, fyrsta flokks lýsing í farþegarými, fótstig úr gljámálmi og upplýstar sílsahlífar.
SÆTI

SÆTI

Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali sjálfbærra efna sem anda: Fínunnið leður á sæti, úrvals Kvadrat-ullarblöndur með Dinamica®, Eucalyptus-áklæði með UltrafabricsTM. Rennilegur frágangur á borð við sauma á mælaborðinu auka enn við fágað yfirbragðið.​

ÖRYGGI OG AÐSTOÐ

Akstursaðstoðareiginleikarnir og bílastæðakerfin okkar eru hönnuð til að tryggja að sérhver ferð sé eins örugg og hún er ánægjuleg.

AKSTURSAÐSTOÐ

Hægt er að velja úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að gera þér bæði auðveldara og öruggara að aka og leggja. Allur búnaður er byggður á háþróuðum tæknilausnum og hannaður með það í huga að veita þér óviðjafnanlega akstursupplifun og öryggi.

SÉRSNIÐ

Gerðu heiminn stærri og betri. Þú getur sérsniðið Evoque algjörlega að þínum lífsstíl.

LAND ROVER-AUKAHLUTIR

Sérsníddu Range Rover Evoque enn frekar með flottum, sterkbyggðum og notadrjúgum aukahlutum fyrir ytra byrði og innanrými.
SKOÐA AUKAHLUTI

SKOÐA NÁNAR

HELSTU ATRIÐI

HELSTU ATRIÐI

Kynntu þér hvað Range Rover Evoque hefur upp á að bjóða fyrir þig, hvort sem er varðandi tækni, akstursgetu, afköst eða annað.
RANGE ROVER EVOQUE-GERÐIR

RANGE ROVER EVOQUE-GERÐIR

Hér er að finna alla vörulínu og ótal valkosti hvað varðar framúrskarandi hönnun, akstursaðstoð og tæknibúnað.
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Kynntu þér smáatriðin. Fáðu frekari upplýsingar um afkastagetu, mál og eldsneytisnotkun véla.
MYNDASAFN

MYNDASAFN

Áhersla á smáatriði í bílunum okkar hefur ávallt verið í fyrirrúmi. Range Rover Evoque lætur ljós sitt skína.

1Höfuðrými að framan og aftan minnkar þegar opnanlegur þakgluggi er valinn.
2Aðeins í boði í Bronze Collection.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess. Tiltekin virkni Alexa er háð snjalltækni. Notkun Amazon Alexa krefst Amazon-reiknings.