LÆRÐU AÐ KEYRA

Á skógarslóðum, á söndum, á grýttum slóðum eða öðrum stöðum þar sem venjulegir bílar komast vart er hægt að komast á fjórhjóladrifnum bílum. Það er þá sem kostur gefst á að kynnast einstökum eiginleikum Land Rover. Leiðbeiningarnar hér að neðan hjálpa þér að njóta eiginleikanna til fullnustu.


Lærðu að þekkja bílinnÞað getur reynst vel að byrja á að skoða vel og mynda í huganum hvernig undirvagn bílsins lítur út.

Leggðu á minnið hvar viðkvæmir hlutar undirvagnsins eru svo sem eldsneytistankur, olíupanna, gírkassi til að geta komið í veg fyrir að þessir hlutar geti lent á steini eða öðrum hlutum og skemmst.

Athugaðu á sama hátt hæð á toppgrind eða öðrum hlutum sem kunna að vera á toppgrind.

Lestu þér til um, í eigendahandbók, hvað hver hlutur sem tilheyrir tæknibúnaði gerir.


Góð ráð við torfæruakstriSvo lengi sem þess er kostur er öruggara að ganga yfir hindranir sem keyra á yfir til að meta aðstæður og möguleika.

Áður ern keyrt er fram af brún er öruggarar að skoða vel hvað er fyrir neðan brúnina.

Öruggar er að vaða yfir á sem þú metur sem tvísýna hindrun.

Hafðu gætur á fingrunum þegar þú ert við stýrið þar sem dæmi eru um a snöggar óvæntar hreyfingar stýrishjólsins geti brotið fingur.


Gullnar reglur við torfæruaksturKeyrðu eins hægt og mögulegt er og eins hratt og þörf er á. Jeppar drífa best í rólegheitunum.
Þekktu helstu mál, aðgangshorn og frágangshorn og hæð undir lægsta punkt.
Kynntu þér hjálp í viðlögum.
Forðastu að skipta um gír þegar ekið er í erfiðum aðstæðum.
Reyndu að lesa í veginn framundan eins langt og kostur er og ef nauðsyn krefur skaltu ganga yfir hindrun áður en ekið er yfir.

Aktu eins varlega og kostur er yfir blauta jörð til að minnka líkur á að dekkin missi grip.
Vertu ávalt viðbúinn að hætta við og bakka og leita nýrrar leiðar.
Forðastu eins og hægt er að missa hjólin í spól. Við það missir bíllinn ferð og getur auðveldlega festst.
Vertu mjúkur og nákvæmur á inngjöfinni.
Hafðu báðar hendur á stýrinu.
Láttu vita af ferðum þínum.
Nauðsynlegur búnaður


Fyrir alvöru jeppaferðir er nauðsynlegt að hafa meðferðis réttan búnaðVertu vissum að allt sé á sínum stað og leggðu á minnið hvar hlutir eru til að stytta tíma ef þú þarft að ná til hlutanna í kvelli.


Minnislisti:Dráttartaug (með teygju)
Skófla
Talstöð
Viðeigandi klæðnaður
Viðeigandi skór
GPS tæki
Mat og drykki
Auka eldsneyti


AksturstækniUndirstöðuatriðin

Til að komast klakklaust yfir erfiðan slóða er nauðsynlegt að tileinka sér mjúkt aksturslag.
Gefðu rólega inn eldsneyti til að hreyfingar bílsins verði mjúkar.
Vertu nákvæmur á stýrinu og notaðu bremsur sparlega.
Ökumaðurinn stjórnar ökutækinu en ekki öfugt.


Hvernig komast má yfir hindranirGangtu fyrst og aktu svo.
Nálgastu hindrunina ákveðið en mjúlega.
Hafðu í huga að keyra á ská yfir hindun til að forðast að tvö hjól lendi í hindun á sama tíma.
Hafðu nægt loft í dekkjum til að forðast skemmdir.


Hvað á að gera að loknum torfæruakstriAftengdu driflæsingu (diff-lock) ef hún var tengd.
Stoppaðu og líttu eftir hugsanlegum skemmdum.
Athugaðu mögulegar skemmdir á dekkjum.
Athugaðu hvort bretti hafi beyglast og rekist í dekk.
Athugaðu undirvagninn.
Hreinsaðu rúður, ljós og spegla.
Hreinsaðu númeraplötur.
Athugaðu að búnaður sé í festur og í lagi.


Þegar djúp hjólför taka yfir stýringunaEf þú lendir í djúpum hjólförum þar sem eru fleiri en einn slóði geta hjólin lent í sitt hvoru sporinu og þannig ollið því að bíllin snúist eða keyri skakkur. Athugið Range Rover, Ranger Rover Sport og Discovery 4 eru með búnað sem lætur þig vita þegar hjólin eru ekki á sömu leið og þvingun verður á drifrásinni.


Við aðstæður sem þessar er gott að sleppa öðru hverju taki á stýrinu og láta hjólin fara þangað sem þau vilja og þannig létta á átakinu og koma í veg fyrir mögulegar skemmdir. Þetta á ekki við ef keyrt er niður bekkur.


ÞUMALPUTTAREGLAN VIÐ AÐ VELJA RÉTTAN GÍR
AÐSTÆÐUR GÍR
Grýtt undirlag. Lágt drif 1gír.
Mjúkt undirlag. Lágt drif 2 eða 3 gír.
Ís og snjór. Hæsti mögulegi gír miðað við aðstæður.
Klifra brekkur. Klifrið í hæsta þægilega gír.
Niður brekkur. Klifrið í hæsta þægilega gír.
Niður brekkur. Lágt drif 1gír.
Ekið yfir vað. Lágt drif 2 gír.
Sandslóðar. Reyndu 3, 4 eða 5 gír í lágu drifi.Drulla og sandurRange Rover, Discovery 4 og Range Rover Sport eru með tölvustýrt Terrain Response® drifkerfi sem hægt er að stilla eftir mismunandi undirlagi.

Terrain Response® drifkerfið er einstakt í sinni röð og getur gert gæfu muninn við aðstæður sem eru krefjandi fyrir ökumann. Hér eru nokkar ábendingar um akstur í drullu og sandi.


Undirstöðuatriðin:Hafðu ávalt jafna og stöðuga inngjöf til að komast áfram.
Veldu eins háan gír og kostur er til að forðast að hjólin spóli þegar keyrt er í drullu.
Í sandi er venjulega betra að vera í mjög lágum gír.
Ef þú lendir í sleipum djúpum hjólförum vertu viss um að framhjólin vísi ávalt í akstursstefnu bílsins.
Dekkin get rist í gegnum drullu og fundið fast undirlag neðar.
Sandur er ávalt þéttastur í dögun.
Ef þú lendir í sandstormi sem þú þart að bíða af þér. Snúðu afturenda bílsins upp í storminn og dreptu á vélinni.
Fylgið leiðbeiningum um loftþrýsting í dekkjum.
Athugið að þar sem sandur er laus í sér er ával betra að hafa lægri loftþrýsting í dekkjum.
Ef hjólin byrja að spóla – dragðu úr inngjöf uns þau ná gripi aftur.
Munið:Áður en lagt er af stað í ferðir gætið þess að allir hafi meðferðis klæðnað við hæfi.


Sandur: að lokumJarðfræði eyðimarka.Sandur hylur einungis 20% af eyðimörkum jarðar. Mest af sandinum er í flákum og öldum sem minna einna helst á færanlegar úthafsöldur sem staðnað hafa í fyllingu tímans.
Strandir.Venjulega er sandur á ströndum nógu þéttur til að hægt sé að keyra á honum rétt fyrir neðan háflæðisbrún og c.a.4 metra frá sjónum. Gætið að sjávarföllum.
Sandflákar.Sandflákaeyðimerkur er léttara að keyra stuttu eftir að rignt hefur.
Þéttur sandur.Í þétum sandi er hægt að keyra í háum gír og oftast nokkuð hratt.
Þurr sandur.Yfirleitt auðveldari yfirferðar í morgunsárið.
Blautur sandur.Haldið ykkur og bílnum fjarri. Hætta á bleytupollum og kviksyndi.
Sandöldur.Forðist að keyra yfir sandöldur keyrið framhjá þeim eins og kostur er.


SnjórEins og í drullu og sandi getur Terrain Response® drifkerfið komið að góðum notum við akstur í snjó. Hér eru nokkar ábendingar um akstur í snjó.


Áður en keyrt er í snjó:Athugaðu með keðjur og hvort þær passi við dekkin.
Athugið keður reglulega og hvort þær eru fastar.
Gott er að æfa sig við áður, við þægilegar aðstæður, að setja á keðjur.


Munið:Áður en lagt er af stað í ferðir gætið þess að allir hafi meðferðis klæðnað við hæfi.


Undirstöðuatriðin við akstur í snjó:Hafðu ávalt jafna og stöðuga inngjöf til að komast áfram.
Ekki velja of lágan gír því það eykur líkur á að dekkin spóli.
Fylgið leiðbeiningum framleiðanda um loftþrýsting í dekkjum.
Ef hjólin byrja að spóla – dragðu úr inngjöf uns þau ná gripi aftur.
Veldu eins háan gír og mögulegt er miðað við aðstæður.


Brekkur (hæðir)


Hvernig keyra á upp brekkurKannið ávalt hvað er framundan með því að ganga. Betra er að vita alltaf hvað er handan við hæðina.
Tengið niður brekkuhjálpina ef hún er til staðar (HDC).
Akið í brekkuna í eins háum gír og þið telið mögulegt og njótið þess að láta vélina tog, ef ekið er í brekku í of lágum gír er hætta á að dekki spóli.
Leggið ávalt í brekku beint á brekkuna til að koma í veg fyrir mögulega veltu.
Reynið aldrei að beygja í brekku.
Gerið ráð fyrir að komast ekki alla leið og þurfa að hætt við. Æfið hvernig þið bakkið til baka með því að finna fyrir hallanum og prófa að bakka áður en brekkan er tekin alla leið.


Hvernig keyra á fram af brúnum (bekkum)Stopið bílinn vel frá bekkunni til að hafa tíma til að gera ráðstafanir.
Farið út úr bílnum og kannið það sem er framundan.
Tengið niður brekkuhjálpina ef hún er til staðar (HDC).
Þumalputtareglan er að hafa bílinn í 1 gír í lágu drifi eða í 1 þrepi á sjálfskiftum bíl. Notið bremsur sparlega.
Fylgið eðlilegri falllínu.
Aldrei láta bílinn rúlla niður í frígír.
Aldrei beygja.
Ef þú þaft að stoppa í brekkunni skaltu spyrja þig. Er það er öruggt?


Akstur yfir ár


Gott er að hafa í hugaAlltaf þegar mögulegt er farið yfir ár á vaði.
Ef ykkur finnst ástæða til reynið að vaða ána áður er þið keyrið yfir.
Ekki aka út í djúpar straumharðar ár.
Ekki stíga á kúplingu þegar keyrt er yfir ár.
Akið hægt en örugglega.
Ef það þú þarft að keyra fram af brattri bún. Lestu upplýsingar um hvernig á að bera sig við í kaflanum um hvernig keyra á fram af bröttum brúnum.