DISCOVERY SPORT

FJÖLHÆFI SMÁJEPPINN. FÆST NÚ EINNIG SEM TENGILTVINNBÍLL

360˚ SJÓNARHORN AÐ UTAN
SKOÐA TENGILTVINNBÍLA

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS (CO2) í g/km
Frá 46

ELDSNEYTISNOTKUN Blandaður akstur l/100km
Frá 2,0

VELDU GERÐ
Berðu saman búnað og tæknilýsingar.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Discovery Sport.
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Land Rover.
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Land Rover-bíla
hönnun
SKOÐA YTRA BYRÐI
SKOÐA YTRA BYRÐI

Í Discovery Sport finnurðu áræðna útfærslu á helstu Discovery-einkennunum.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA MYNDASAFN
HÖNNUNAREINKENNI
HÖNNUNAREINKENNI

Afgerandi útlínur, fullkomið jafnvægi í hlutföllum og sérstök hönnunareinkenni aðgreina Discovery Sport frá öðrum bílum.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA MYNDASAFN
SKOÐA INNANRÝMI
SKOÐA INNANRÝMI

Með klæðningum geturðu sérsniðið innanrými Discovery Sport enn frekar. Hægt er að velja á milli fimm klæðninga.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA MYNDASAFN
DISCOVERY SPORT
Discovery Sport er sérlega tjáningarrík og skörp útfærsla á hönnun bílsins. Í Discovery Sport ferðu með stíl inn í næsta ævintýri, hvort sem það er í frumskógi hversdagsins eða inn í dalsmynnið.
SKOÐA MYNDASAFN
DISCOVERY SPORT R-DYNAMIC
Discovery Sport R-Dynamic er áræðinn og sportlegur. Discovery Sport R-Dynamic HSE er búinn 20" 5089-felgum og rafdrifnum framsætum með minni og 14 stillingum, til viðbótar við annan staðalbúnað.
SKOÐA MYNDASAFN
P290 BLACK EDITION
Fyrir þau sem vilja meira afl. Discovery Sport P290 Black Edition er með 2,0 lítra bensínvél og virka driflínu sem gerir stýringuna enn betri og er aðeins í boði í P290 Black Edition.
SKOÐA MYNDASAFN
VELDU GERÐ
SVEIGJANLEIKI
5+2 SÆTI
5+2 SÆTI

157 lítrarStöðluð blautvigt er allt að 157* lítrar en samt er nægilegt rými fyrir þig og sex vini þína. Slíkt jafngildir 115* lítra þurrvigt sem er mæld með gegnheilum kubbum.


5 SÆTI
5 SÆTI

1179 lítrarPakkaðu niður öllum aukabúnaði sem þú þarft að nota. Fimm sæta staðalútfærslan býður upp á 1179* lítra blautvigt og nýtileg þurrvigt er 963* lítrar.


4 SÆTI
4 SÆTI

1302 lítrarLeggðu eitt aftursæti niður til að auka blautvigtina í 1302* lítra. Þetta jafngildir þurrvigt upp á 1085* lítra sem gerir þér kleift að pakka niður enn meiri farangri.


3 SÆTI
3 SÆTI

1548 lítrarFarðu í bílferð með tveimur vinum án þess að illa fari um farangurinn ykkar; þessi útfærsla á Discovery Sport býður upp á 1548* lítra blautvigt og nýtileg þurrvigt er 1330* lítrar.


2 SÆTI
2 SÆTI

1794 lítrarÞegar önnur sætaröðin er lögð niður er auðvelt að koma stærri hlutum fyrir. Geymslurýmið stækkar í 1794* lítra. Þurrvigtin verður 1574* lítrar.


Blautvigt er staðlað gildi sem mælt er með því að fylla farangursrýmið af vökva. Þurrvigt er mæld með gegnheilum kubbum (200 x 50 x 100 mm) og hún sýnir hversu mikið pláss er nýtanlegt í innanrými bílsins.

CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL
Hvort sem búnaður eða hávaxið fólk er að þvælast fyrir sjónlínunni geturðu alltaf treyst á að ClearSight-baksýnisspegillinn birti þér ótakmarkað útsýni aftur fyrir bílinn.1
TÓMSTUNDALYKILL
Opið og bjart innanrýmið í Discovery Sport veitir mikla rýmistilfinningu – sem þú vilt örugglega ekki missa þegar bíllinn er fullhlaðinn. Snjallar geymslulausnir víðs vegar um bílinn gera þér kleift að hafa allt meðferðis – án þess að óreiða myndist.
MARGSKIPT LED-AÐALLJÓS
Margskipt LED-ljós eru aðeins ein ótal tæknilausna sem við bjóðum upp á, en ljósin státa af sjálfvirkum ljósgeisla sem stillir ávallt á mesta ljósmagn sem truflar ekki bíla sem koma á móti.
AKSTURSAÐSTOÐ
Hægt er að velja úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að gera þér bæði auðveldara og öruggara að aka og leggja. Allur búnaður er byggður á háþróuðum tæknilausnum og hannaður með það í huga að veita þér óviðjafnanlega akstursupplifun og öryggi.
TÆKNI BÍLSINS
PIVI OG PIVI PRO

Meðal staðalbúnaðar í Pivi eru:

– 10" snertiskjár
- Stafrænt útvarp
- Nýhannað viðmót
- Apple CarPlay® 2
- Android AutoTM 3
- Remote4

Uppfærðu í Pivi Pro5 til að fá það nýjasta í bílagervigreind, t.d. búnað á borð við leiðsögukerfi sem bætir sjálfkrafa við þekkingu sína, og njóttu þess að vera í netsambandi á ferðinni.

FLJÓTLEGAR UPPLÝSINGAR

Hægt er að velja á milli margra mismunandi viðmótsútgáfa, þar á meðal þrívíddarleiðsagnar á öllum skjánum, akstursupplýsinga eða yfirlits yfir hvað þú ert að hlusta á, allt á nýjum 12,3" gagnvirkum ökumannsskjá með mikilli upplausn.


Sjónlínuskjárinn er aukabúnaður 6 sem birtir helstu upplýsingar um aksturinn á framrúðunni. Sjáðu hraða bílsins, gírstöðu og leiðarlýsingu á einfaldan hátt á litaskjánum.

MERIDIAN SURROUND-HLJÓÐKERFI

Virkilega skemmtileg tónlistarupplifun eins og í tónleikasal. Ökumaður og farþegar eru umvafðir dýpt og tærleika tónlistarflutnings gegnum hátalara í hliðum, að framan og að aftan. Jafnframt er allt samtvinnað með Trifield TM-tækni sem gerir þér kleift að halla þér aftur og njóta sérhvers smáatriðis.

14 hátalarar og tveggja rása bassahátalari, 650 W magnari.

Búnaður: DSP-tækni, Meridian Cabin Correction-hljóðstilling, Meridian Digital Dither Shaping, Trifield.

HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR
Hugbúnaðaruppfærslur tryggja að bíllinn sé alltaf með nýjustu hugbúnaðarútgáfuna7. Hægt er að uppfæra upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins, fjarvirkni og ýmsar stjórneiningar í gegnum ytri tengingu til að tryggja hámarksafköst. Það þýðir að bíllinn verður einfaldlega betri og betri.
NETTENGINGARPAKKI
Nettengingarpakkinn8 veitir enn frekari netþjónustu með innbyggðu SIM-korti, sem býður upp á aðgang að:

- Ótakmarkaðri straumspilun
- Veðurspá
- Samstillingu við netdagatal
ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA
Hægt er að fá bílinn afhentan með þráðlausri hleðslu fyrir tæki með tengimagnara fyrir síma og þá geturðu hlaðið samhæfa snjallsíma án þess að nota snúrur eða hleðslukví. Þegar þú ert í bílnum notar síminn þinn loftnet bílsins til að bæta tenginguna og skila skýrari símtölum.
LOFTHREINSIKERFI FYRIR FARÞEGARÝMI MEÐ PM2,5-SÍU
NanoeTM jónað loft er aukabúnaður sem eykur velferð ökumanns og farþega. Þegar þú virkjar PURIFY-hnappinn fangar sérhönnuð sían agnir úr andrúmsloftinu, svo sem PM2,5 og ofnæmisvalda á borð við ryk og frjókorn.
akstursgeta
ALDRIF

Öruggur akstur bæði í torfærum og á vegum. Á hálu yfirborði á borð við gras og snjó er hægt að dreifa átaki á milli fram- og afturhjóla til að hámarka grip.

TERRAIN RESPONSE 2
Mættu kröfum vegarins hverju sinni með einni af fjórum akstursstillingum Discovery Sport. Terrain Response 2 fylgist með akstursskilyrðunum. Þetta verðlaunaða kerfi velur kerfisbundið hentugustu akstursstillinguna hverju sinni og er því orðið enn öflugra en áður.
VAÐ
Leyfðu þér að finna bæði til öryggis og frelsis, líka þegar ekið er í vatni. Með vaðskynjurum geturðu ekið með öryggi í vatni. Discovery Sport lætur þig vita ef þú nálgast vatn sem er dýpra en vaðdýpi bílsins.
DRÁTTUR
Discovery Sport getur dregið allt að 2.500 kg. Einnig er hægt að fá laust dráttarbeisli eða rafknúið inndraganlegt dráttarbeisli. Þú getur aukið fjölhæfni bílsins enn frekar með því að velja ýmsan aukabúnað fyrir burð og drátt.
CLEARSIGHT-MYNDAVÉL
Fullkomin í torfærum og krefjandi undirlagi. ClearSight-myndavélin9 fæst með þrívíðri umhverfismyndavél og gerir ökumanni kleift að „sjá í gegnum“ vélarhlífina á Discovery Sport og fletta á milli fjölda sjónarhorna, þar með talið af undirvagni og hjólum bílsins.
ÁFRAM
TENGILTVINNBÍLL

Discovery Sport-tengiltvinnbíllinn er fullkominn fyrir daglegan akstur jafnt sem ævintýri með fjölskyldunni, með alrafknúnum akstri án útblásturs og jafnstraumshraðhleðslu.

SKOÐA TENGILTVINNBÍLA
AFLRÁSIR
Úrval véla er í boði fyrir Discovery Sport, þar á meðal tengiltvinnbíll, sem skila afli og hreinni akstursánægju jafnt sem sparneytni og fáguðum akstri.
AKSTURSSTJÓRNSTILLING
Þú getur notað snertiskjáinn í Discovery Sport til að stilla ólíka eiginleika eftir þínu höfði, s.s. fjöðrunina og stýringuna.
VIRK DRIFLÍNA
Aðeins í boði í Discovery Sport P290 Black Edition. Virk driflína fyrir torfærur skilar enn betri stöðugleika, togi og yfirvegun. Í akstri skilar kerfið betri beygjustýringu.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Fjölhæfi smájeppinn. Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Land Rover Discovery Sport.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA NÁNAR
VELDU ÞINN DISCOVERY SPORT
Hér er að finna alla vörulínu og ótal valkosti hvað varðar framúrskarandi hönnun, akstursaðstoð og tæknibúnað.
VELDU GERÐ
MYNDASAFN
Áherslan á smáatriði bílanna okkar hefur ávallt verið í fyrirrúmi. Nýr Discovery Sport vekur athygli og aðdáun.
SKOÐA MYNDASAFN
TÆKNILÝSING
Kynntu þér smáatriðin. Fáðu frekari upplýsingar um afkastagetu, mál og eldsneytisnotkun véla.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
LAND ROVER-AUKAHLUTIR
LAND ROVER-AUKAHLUTIR

Glæsilegur, öflugur og hentugur: Sérsníddu þinn Discovery Sport enn frekar með góðu úrvali aukahluta og pakka fyrir ytra byrði og innanrými.

LEITA AÐ AUKAHLUTUM
LAND ROVER-LÍNAN
LAND ROVER-LÍNAN

Aukahlutalínan okkar hefur fengið innblástur frá bílunum okkar og er framleidd í fáguðum sérbreskum stíl.

VELDU GERÐ
Berðu saman búnað og tæknilýsingar.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Discovery Sport.
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Land Rover.
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Land Rover-bíla

Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.

Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun

WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.

*Þessi tala fæst þegar sætin eru í fremstu stöðu og þeim er ekki hallað.

1Fellur undir gildandi lög. Ef notendur sem nota tvískipt eða margskipt gleraugu eiga í erfiðleikum með að stilla fókus á stafrænu ClearSight-baksýnismyndinni geta þeir notað baksýnisspegilinn þegar það hentar.

2Bíllinn er tilbúinn fyrir Apple CarPlay. Þjónustan sem Apple CarPlay veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.

3 Bíllinn er tilbúinn fyrir Android Auto. Þjónustan sem Android Auto veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.android.com/auto/.

4Land Rover Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover. Land Rover Remote-forritið þarf að sækja í Apple App Store/Google Play Store.

5Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila Land Rover.

6 Krefst rúðu sem dökknar í sólarljósi á sumum markaðssvæðum. Akstursleiðsögn á framrúðu birtist einungis þegar Pivi Pro er uppsett í bílnum.

7Uppfærslur krefjast gagnatengingar.

8Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.

9ClearSight-myndavél reiðir sig á þrívíða umhverfismyndavél. Myndin er ekki í rauntíma. Kannið umhverfi til að tryggja öryggi. Fellur undir gildandi lög.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. gætu átt við.
Android Auto er vörumerki Google LLC.

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið eru vörumerki Trifield Productions Ltd.

NanoeTM er skrásett vörumerki Panasonic Corporation.