LÁTTU NÚ AÐ ÞÉR KVEÐA. FÆST NÚ EINNIG SEM TENGILTVINNBÍLL
LOSUN KOLTVÍSÝRINGS (CO2) í g/km
Allt niður í 43‡
SPARNEYTNI í blönduðum akstri l/100 km
Frá 2.0‡
Beint framhald af hönnunarstefnu okkar. Útlínur Range Rover Evoque minna frekar á tveggja dyra fólksbíl og hann er heillandi arftaki bílsins sem fangaði hug og hjörtu fólks um allan heim.
Þakglugginn fyllir innanrýmið dagsljósi og eykur tilfinninguna fyrir björtu og góðu rými Range Rover Evoque. Veldu á milli fasts þakglugga eða opnanlegs1 þakglugga og hvort bíllinn sé með samlitum, gráum2 eða svörtum áherslulit á þaki.
Útlit Range Rover Evoque geislar af sjálfstrausti og kemur best fram í frágangi innanrýmisins í Windsor-leðri, úrvals Kvadrat-ullarblöndu og tauáklæði úr Eucalyptus-trefjum.
Meðal staðalbúnaðar í Pivi eru:
- 10" snertiskjár
- Stafrænt útvarp
- Nýhannað viðmót
- Apple CarPlay® 5
- Android Auto™ 6
- Remote 7
Uppfærðu í Pivi Pro4 til að fá það nýjasta í bílagervigreind, t.d. eiginleika á borð við leiðsögukerfi sem bætir sjálfkrafa við þekkingu sína, og njóttu þess að vera í netsambandi á ferðinni.
Hægt er að velja á milli margra mismunandi viðmótsútgáfa, þar á meðal þrívíddarleiðsagnar á öllum skjánum, akstursupplýsinga eða yfirlits yfir hvað þú ert að hlusta á, allt á nýjum 12,3" gagnvirkum ökumannsskjá með mikilli upplausn.
Sjónlínuskjárinn er aukabúnaður 8 sem birtir helstu upplýsingar um aksturinn á framrúðunni. Sjáðu hraða bílsins, gírstöðu og leiðarlýsingu á einfaldan hátt á litaskjánum.
Virkilega skemmtileg tónlistarupplifun eins og í tónleikasal. Ökumaður og farþegar eru umvafðir dýpt og tærleika tónlistarflutnings gegnum hátalara í hliðum, að framan og að aftan.Jafnframt er allt samtvinnað með Trifield™-tækni sem gerir þér kleift að halla þér aftur og njóta sérhvers smáatriðis.
14 hátalarar og tveggja rása bassahátalari, 650 W magnari.
Búnaður: DSP-tækni, Meridian Cabin Correction-hljóðstilling, Meridian Digital Dither Shaping, Trifield.
Öruggur akstur bæði í torfærum og á vegum. Á hálu yfirborði á borð við gras og snjó er hægt að dreifa átaki á milli fram- og afturhjóla til að hámarka grip.
Takstu á við kröfur undirlagsins hverju sinni með einni af fimm akstursstillingum Range Rover Evoque. Terrain Response 2 fylgist með akstursskilyrðunum. Þetta verðlaunaða kerfi velur kerfisbundið hentugustu akstursstillinguna hverju sinni og er því orðið enn öflugra en áður.
Með ClearSight Ground View12geturðu „séð í gegnum“ vélarhlífina og flett á milli fjölda sjónarhorna, þar með talið af undirvagni og hjólum bílsins.
Range Rover Evoque tengiltvinnbíllinn sameinar 3 strokka, 1,5 lítra bensínvél og rafmagnsmótor sem skila samtals orku upp á 309 hestöfl. Aktu annaðhvort í samhliða hybrid-stillingu eða EV-stillingu.
Stöðluð blautvigt er allt að 591 lítri. Slíkt jafngildir 472 lítra þurrvigt sem er mæld með gegnheilum kubbum. Á mannamáli þýðir þetta að bíllinn býður upp á gott rými fyrir fjóra farþega.
Leggðu eitt aftursæti niður til að auka blautvigtina í 908 lítra. Þetta skapar rými fyrir viðbótarfarangur í 746 lítra farangursrými.
Þessi útfærsla eykur rúmtak farangursrýmisins í 1066 lítra þegar tveir farþegar eru um borð í bílnum. Þurrvigtin verður 882 lítrar.
Nýttu tiltækt farangursrými að fullu þegar einn farþegi er um borð í bílnum, þar sem rúmtakið er allt að 1383 lítrar og nýtanleg þurrvigt er 1156 lítrar.
Þurr: Mælt með gegnheilum VDA-kubbum (200 mm x 50 mm x 100 mm). Vökvi: Rúmmál mælt með því að líkja eftir vökvafylltu farangursrými.
Láttu nú að þér kveða. Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Range Rover Evoque.
Sérsníddu Range Rover Evoque enn frekar með flottum, sterkbyggðum og notadrjúgum aukahlutum fyrir ytra byrði og innanrými.
Aukahlutalínan okkar hefur fengið innblástur frá bílunum okkar og er framleidd í fáguðum sérbreskum stíl.
†Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.
Skoða tölur úr WLTP-prófun.WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.
1Höfuðrými að framan og aftan minnkar þegar opnanlegur þakgluggi er valinn.
2Aðeins í boði í Lafayette Edition.
3Fellur undir gildandi lög. Ef notendur sem nota tvískipt eða margskipt gleraugu eiga í erfiðleikum með að stilla fókus á stafrænu ClearSight-baksýnismyndinni geta þeir notað baksýnisspegilinn þegar það hentar.
4Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila Land Rover.
5Bíllinn er tilbúinn fyrir Apple CarPlay. Þjónustan sem Apple CarPlay veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.
6 Bíllinn er tilbúinn fyrir Android Auto. Þjónustan sem Android Auto veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.android.com/auto/.
7Land Rover Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover. Land Rover Remote-forritið þarf að sækja í Apple App Store/Google Play Store.
8 Krefst rúðu sem dökknar í sólarljósi á sumum markaðssvæðum. Akstursleiðsögn á framrúðu birtist einungis þegar Pivi Pro er uppsett í bílnum.
9Uppfærslur krefjast gagnatengingar.
10Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Land Rover.
11Fellur undir stefnu um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann virkni og gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar.
Til að fá frekari upplýsingar um reglur um sanngjörn afnot sem tengjast þessum eiginleika skaltu kynna þér skilmála InControl Pivi Pro á www.landrover.com/pivi-pro-terms.
Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnis. Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun.
12ClearSight-myndavél reiðir sig á þrívíða umhverfismyndavél. Myndin er ekki í rauntíma. Kannið umhverfi til að tryggja öryggi. Fellur undir gildandi lög.
Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.
Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Land Rover. Ákveðnir eiginleikar eru með áskrift sem mun þurfa að framlengja eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.
Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. gætu átt við.
Android Auto er vörumerki Google LLC.
Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið eru vörumerki Trifield Productions Ltd.
Nanoe™ er skrásett vörumerki Panasonic Corporation.